Komiði sæl,
Ég er með tvær spurningar sem mér þætti gaman að fá svör við.
1. Núna er ég búinn að vera að lyfta í mánuð með prógram þar sem ég tek brjóst og tricep einn daginn, fætur og axlir annan daginn og bak og bicep þann þriðja. Æfingarnar sem ég tek þegar ég tek brjóst og tricep eru: Dýfur, bekkpressa með stöng, bekkpressa á hallandi bekk með handlóð, tricep french press og flug á flötum bekk með handlóð, tek alltaf 3x10. En mér finnst ég aldrei taka nóg á brjóstkassanum. Ég finn að ég er að taka vel á tricepnum enda er ég farinn að finna árangur þar, en eruð þið með einhverjar ráðleggingar um hvernig ég get bætt brjóstkassann? Mér finnst ég t.d. ekkert vera að bæta mig í bekkpressu.
2. Þegar ég er búinn að vera á þessu prógrami í 6 vikur ætla ég að breyta aðferðafræðinni, ég ætla að hætta að taka 3x10 og fara að maxa þyngdirnar og taka færri endurtekningar. Getið þið gefið mér einhverjar góðar leiðbeiningar um hvernig ég á að haga svoleiðis prógrami?
Takk fyri