Þeir hafa þá verið frekar heppnir að sleppa í gegn með eitthvað ólöglegt.
En til að svara upprunalegu spurningunni þá er í mörgum tilvikum hægt að spara töluverðan pening með því að panta á netinu.
Því miður er lyfjaeftirlitið mjög strangt á Íslandi og maður hefur ekki frelsi til að taka ábyrgð á sinni eigin heilsu og setja það ofan í sig sem maður vill (sem kemur stundum í veg fyrir að fólk geti keypt hluti sem eru góðir fyrir heilsu sína). Til að athuga hvað er leyft farðu þá inn á lyfjastofnun.is hérna:
http://lyfjastofnun.is/Flokkun_jurta_efna/til hægri á þessari síðu er “algeng innihaldsefni” og “vítamín og steinefni” með lista yfir efni (og ef eitthvað finnst ekki á þessum listum og telst vera eitthvað fæðubótarefni en ekki bara matur þá er það trúlega bannað)