Ef þú ert að lyfta af kappi þarftu líklegast meira en 3000 kalóríur (kkal í næringartöflunni). Þetta finnur þú best sjálfur, ef þú ert að reyna að þyngjast en þér tekst það ekki þarftu líklegast bara að borða meira (ef þú ert svangur borðar þú ;). Ef þú fitnar ertu að borða of mikið eða hreyfa þig of lítið. Þetta finnur þú best sjálfur.
Ég reynir bara að borða það sem ég held sé hollt, flest allur matur (nammi og gos er ekki matur ;) sem þú finnur í matvöruverslun er það. Það eina sem ég takmarka er sykurát (nammi, gos o.s.frv.) og ég hef alltaf verið duglegur að éta mikið af grænmeti. Ég nenni ekki að fylgjast sérstaklega með því hvort ég sé að fá hvert einasta míkrógramm af steinefnum og vítamínum svo ég fæ mér
Lýsis tvennu á hverjum degi, sem er bara lýsishylki og fjölvítamínhylti með öllum því helsta sem þú þarft af snefilefnum. Svo drekk ég áfengi í hófi og mjög sjaldan. Ég forðast líka sérstaklega djúpsteiktan mat (mér finnst hann ekkert sérstakur almennt, svo ég er heppinn) og herta jurtafitu sem þú finnur í allskyns snakki. Tékkaðu bara á þessu:
http://www.lydheilsustod.is/frettir/naering-og-holdafar/nr/2014Þó svo heilbrigð skynsemi bregðist manni oft er hún oftast góður leiðarvísir í þessum málum. Fiskur er til dæmis frábær matur fyrir þá sem eru að lyfta (eða bara að gera hvað sem er), hann er fullur af bráðhollum fitum og prótínum. Sjálfur ét ég túnfisk bara beint upp úr dós með bestu lyst. Harðfiskur er líka æði. Éttu bara nóg af fisk þegar hann er í boði heima hjá þér. :)
Ef þú hefur einhverjar sérstakar spurningar getur þú spurt mig, ég tel mig vita svona allt það helsta um næringu. Annars svarar þér bara einhver klárari.