Jæja, eftir að hafa gert þráð til að spyrjast um Kaloríur og kolvetni og fengið frekar flókin svör fyrir mig, þá spyr ég nú bara einfaldlega, hvað er ég að horfa á í næringartöfluni á vörum þegar ég er að lyfta til að byggja upp vöðvamassa?

Ég sá frekar hraustann mann kaupa helling af mat sem ég vissi að væri góður fyrir vöðvana og síðan keypti hann heilan helling af jarðaberjum, eru þau eitthvað spes í þessu samhengi, eða átti hann kannski bara afmæli?

Ef einhver vill skýra líka helstu atriðin á næringartöfluni á mannamáli þá væri það frábært efni í grein sem gjarnan má linka hingað eftir á :)

Takk fyrir!
Moderator @ /fjarmal & /romantik.