Eins og nafnið bendir til þá vantar mig ráð,
Í fyrsta lagi þá ætla ég að skrifa upp prógrammið mitt, hversu oft ég æfi, hvað ég er þungur, hár, gamall, allt þetta, og vil vita hvort að þið eruð sammála þessu og hvort þetta sé gott fyrir mig, eða þá hvort að ég ætti að fara í eitthvert annað.
Og ég veit að þau eru frekar einfeldningsleg
Allaveganna, þá er ég rétt að verða 15 ára, eftir u.þ.b mánuð, ég er rétt 59kg eða svo, og er 178 cm, BMI hjá mér er í kringum 18.2, þó að það er ekkert að marka BMI.
Prógramm A:
Neðri hluti
Fótapressa - 60kg - 2x 12
Hnébeygja - 30kg - 2x 12
Framan á læri - 50? - 2x 12
Aftan á læri - 45? - 2x 12
Kálfar - 60 - 2x 12
Framstig - 10 - 2x 12
Prógramm: B
Efri hluti
Bekkpressa - 35 - 2x 12
Niðurtog - 40 - 2x 12
Róður - 35 - 2x 12
Kaðall - 35 ca. - 2x 12 1x 10
Barbell Curl - 21-23 - 2x 12 1x 10
Flugvél - 30 - 2x 12
Baktæki - 35-40 - 2x 12
Magi, bak, teygjur gilda fyrir bæði A og B
Svo er prógramm C sem er bara létt skokk, magi, bak og teygjur.
Ég veit að þetta er ekki neitt sérstakt prógramm, ég veit það alveg, og ég myndi mjög mikið vilja fara á alvöru, en samkvæmt þjálfaranum sem gerði það þá á ég í hættu að skemma vöðvana á því að lyfta of þungu þegar ég er enn svona ungur, þannig ég verð bara að sætta mig við það.
Ég veit líka að þyngdirnar eru ekki svakalegar.. var alltaf frekar aumur og feitur, hafði lélegt þol og allt, en er búinn að snúa þessu við, snerti ekki nammi, ekki heldur gos, borða ekki kex, lít ekki einu sinni við snakki, og sama á við um kökur.
Svona lítur vikan út:
Mánud: A
Þriðjud: B
Miðvikud: hvíld, reyni samt að skokka, tek svo styrktaræfingar
Fimmtud: A
Föstud: B
Laugard: Skokk og magi, reyni að skokka vel
Sunnud: Hvíld, sem er vesen, en ræktin hérna á Spáni er lokuð um helgar, reyni kannski að skokka þá líka :S
Svo endurtekur þetta sig.
Á Íslandi samt þá æfi ég box 3var í viku, en því miður ekki á Spáni..
En núna vil ég ykkar álit, er þetta að gera mér gott? Þarf ég grunn áður en ég fer í alvöru stöffið? Myndi þetta kötta mig niður, eða þarf ég að fara á sérstakt fæði? Ég tek omega 3, prótín 2 á dag.
Og þetta með þyngdirnar, ég er alltaf að reyna að bæta mig í því.
Ég er mjög mikið að hugsa um að kötta mig niður, en ég vil ekki gera það ef ég hef enga vöðva, ég er ekki bara fita, skinn og bein, hef einhverja vöðva ^^, ætla að pósta einni mynd af maganum á mér, bara til að sýna tæknilega hvernig formi ég er í, nema hún verði ekki samþykkt, en allaveganna, ég hef mikinn áhuga á að vera köttaður, vel massaður, en ég vil fá ykkar álit, það er líka eitt sem ég er alltaf að spá í, ég hef alltaf smá bumbu, samt koma línur þar sem að magavöðvarnir skiptast, og ég hef stundað góða hreyfingu og reglulega frekar lengi, en losna ekki við þetta, og svo hef ég líka eitthvað hliðarspik, vil mest kötta mig niður svo að ég fái þennan 6pac, sem ég hef ef ég spenni, og hef ég fengið álit frá þónokkrum stelpum :$ sem virðast ekki hafa neitt á móti honum, en ég vil vita hvernig ég fæ hann án þess að þurfa að spenna? Þegar ég slaka þá er hann ekki mjög harður? :p, og hef þessa bumbu, þó hún hefur minnkað mikið.
Ég veit allt með þetta, lækka fituprósentuna, en ég er ekki beint á brennsluprógrammi eins og þið sjáið, svo ástæðan fyrir því að æfingarnar eru svona fáar er bara til að æfa helstu vöðvaflokka.. og ég verð á því þar til að þjálfaranum finnst að ég geti farið á eitthvað almennilegt..
Vonandi meikaði þetta eitthvað sens, svo, ef myndin verður samþykkt, þá kemur hún örugglega ekki alveg strax.. ;p,
Von um góð svör :D
Öll skítköst afþökkuð líka ;)