Þar sem ég er byrjandi og hef reyndar ekkert prógram, ég hef ákveðið að æfa brjóstkassan, magan, hendurnar og fótanna.
Málið er að ég veit ekki hvað ég ætti að taka margar æfingar á dag, þar sem ég fer ekki í ræktina og foreldrar mínir neita að borga það, svo ég þarf að gera þetta heima.
Ég hef 2 handlóðir sem geta farið upp í 5kg-7,5kg-10kg, svo þær eru 20kg samanlagt,
ég hef aðferð til að æfa fótanna, hendurnar og magan, en kann ekki góða leið til að æfa brjóstkassan.
Svo spurningin er hversu margar æfingar ætti ég að gera og er einhver létt leið til að æfa brjóskassan án þess að nota handlóðirnar, svo væri frábært að vita hversu mikið ég ætti að lyfta handlóð á dag.