Í fyrsta lagi þá væri best að þú segir hæð, þyngd og aldur, skal gefa þér ástæður hér, ekki endilega réttar en ég er að reyna að draga skynsamlegar ályktanir
Aldur: ef þú ert t.d 15 ára, þá máttu ekki fara að lyfta þungu til að bæta miklum massa á þig, því að það skemmir vöðvana og þeir þroskast ekki endilega, en aftur á móti, ef þú ert ekki í þjálfun, þá er líka slæmt að byrja að lyfta þungt strax, en ef þú ert með góða undirstöðu þá held ég að þú sért alveg golden til að fara í eitthvað almennilegt..
Þyngd: Ef að þú ert t.d 50 kg þá þarftu að borða vel og ekki hugsa mikið um brennslu, heldur að koma einhverju utan á þig, afhverju að brenna ef það er ekkert til staðar til að brenna. En ef þú ert t.d 500 kg, þá held ég að sé best að lyfta og brenna, því að bæta á þig vöðvum og brenna fitunni kemur betur út en að lyfta bara eða brenna bara, færð ákveðið hlauparaútlit ef þú brennir allri fitunni af þér án lyftinga.
Hæð: Ég er ekki alveg viss um afhverju ég taldi þetta líka upp, prófaðu að gúgla “BMI Calculator”, og veldu efsta valmöguleikann, málið er að það er reiknað út hæð/þyngd eða öfugt, og ef þú ert á bilinu 18.5 - 25 þá ertu í meðalþyngd, undir þá ertu undir meðallagi, yfir þá ertu yfir meðallagi. Þetta er bara eins og með það sem ég sagði um þyngdina, veit samt ekki alveg hversu treystandi þetta er þar sem að það er ekki gert ráð fyrir beinabyggingu og allt þetta, aldri o.s.frv.
Læt einhvern annan um að prédika yfir þér um hvernig skal lyfta og hversu mikið og hvaða vöðva á að leggja mestu áherslu á.
Ég vil bara endurtaka að það er ekkert víst að ég hafi rétt fyrir mér og ég er ekki lærður, heldur bara dæmi af eigin reynslu og eigin ályktunum.. sá sem telur sig vita betur má leiðrétta mig eins og hann vill.