Svekkjandi að kalla sig Saul Hudson og kunna svo ekki að drekka…
En hérna eru nokkur ráð.
Ekki flakka á milli tegunda. Ef þú startar kvöldinu með bjór en ferð svo að hella í þig vodka, ekki fara svo aftur í bjórinn og svo aftur í vodkann o.s.frv. Finndu líka út hvaða áfengi hentar þér. Bjór fer mjög illa í magann á sumum og ég t.d. meika ekki Vodka nema í miklu hófi.
Reyndu að hafa smá stjórn á drykkjunni (ég veit að það er erfitt en það kemur með tímanum). Ef að þú finnur að þú ert farinn að finna vel á þér, fáðu þér þá eitt vatnsglas, jafnvel tvö, áður en þú skellir í þig næsta drykk. Þá verðuru ekki jafn hratt drukkinn (og þá sennilega ælandi í framhaldinu) og vinnur líka á móti öllu vökvatapinu sem fylgir drykkjunni.
Fáðu þér að éta áður en þú ferð heim úr bænum. Fáðu þér feitan skyndibita, Nonna eða Hlölla, og ekki spara sósuna. Ekki fara beint að sofa þegar þú kemur heim heldur reyndu að koma niður meira af vatni. Ef þú ferð blindfullur að sofa eru allar líkur á að þú vaknir líka blindfullur, og þ.a.l. ælandi.
Ef að þetta gengur eftir, og þú vaknar ekki ælandi, drífðu þig þá út og fáðu þér eitthvað sveitt og gott. Mæli með Stælnum, KFC eða jafnvel bara sveittum beikonborgara á næsta grilli. Persónulega finnst mér svo best að fá mér appelsín í dós til að vinna á þynnkunni, en menn verða svo bara að finna hvað hentar þeim best í þessari baráttu.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _