Ég hef verið á þessum kúr og missti ég 15 kg. á þremur mánuðum (fór ekki 100% eftir kúrnum - meira svona 80-90%).
Ég borðaði miklu miklu meira og oftar eftir að byrjaði á kúrnum en fyrir hann. Ég sleppti morgunmatnum, fékk mér subbusamloku í hádeginu og svo borðaði rosalega mikið um kvöldið). Þessi kúr er svo langt frá því að svelta sig - flestir borða miklu meira á þessum kúr (enda ekki óalgengt að fólk geti ekki klárað skammtana sína fyrstu vikurnar). “Típísk” matardagskrá fyrir einn dag gat t.d. verið svona:
Morgunmatur;
Ristað brauð með smjöri, sykurlausri sultu (notað gervisykur eða eplasæta til að sæta sultuna) og Camembert-osti. Með þessi drekk ég hreinan appelsínudjús (ekki e-ð gervidæmi eins og t.d. Svali er).
Hádegismatur;
Heimatilbúið rækjusalat (rækur, grænmeti og (létt)mæjónes), kjúklingasalat, eggjasalat eða e-ð þess háttar ásamt tveimur brauðsneiðum. Eða þá tvær eggjaommilettur með tveim brauðsneiðum og 300 gr. grænmeti. Með þessu drekk ég 0,5 L af vatni.
Kvöldmatur;
Speltpizza, kjúlli, fiskur, hambó og nánast hvað sem er ásamt 300 gr. af grænmeti. Með þessu drekk ég 0,5 L af sykurlausum gosdrykk.
Á milli mála fæ ég mér ávexti, brauð, smá súkkó (sykurlaust), grænmeti, ís o.s.frv.
….. ef þetta kallast að svelta sig - þá ert þú ekki að auglýsa Herbalife ;)
Málið er svo - þetta er ekki bara kúr - þetta er lífstílsbreyting. Færa sig úr skyndibitanum, subbumatnum og óhollustunni yfir í heilbrigt mataræði.
(mátt fá eins mikið af heitum eða köldum máltíðum yfir daginn á danska kúrnum).