Kíktu á:
http://www.exrx.net/Lists/ExList/CalfWt.htmlÉg held líka að sitjandi kálfar séu ein besta kálfaæfingin, upp á að einangra kálfana almennilega, og vera ekki ósjálfrátt að svindla með því að hjálpa með öðrum vöðvum
Annars ef þú prufar að standa á ytri hliðum fótanna þá finnurðu að þú ert mest að reyna að ytri hluta kálfanna, þannig að málið er kannski að vera skapandi með það. Myndi samt fara varlega í þyndir ef þú ert að fókúsera það á mjög lítið svæði, íþm til að byrja með.
Svo er annað með hve djúpt þú ert að fara í kálfalyftunum. Ef við köllum það að vera með fæturna eins og þegar maður stendur á jörðinni sem 0° og þegar maður fer upp á tær sem 45° og svo þegar maður fer niður af kanti sem -45°. Þá held ég að -45° til 0° séu að gefa þér mest. Þannig að þú getur gert tilraunir með hvaða gráður þú leggur mesta áherslu á í æfingunni ( samt mikilvægt að fara í gegn um allt hreyfisviðið stundum, þó áherslan sé á afmarkaðra svið hreifingar ). Ég las einhverstaðar um einhvern svona gamlan jaxl sem laggði meiri áherslu á -45° upp í 0° og það meikaði mikin sens fyrir mér, því maður er miklu meira að láta á reyna á þessu sviði, auk þess sem vogaraflið á fætinum er meira í þessari stöðu, en þegar maður er kominn upp á tær og í raun búinn að læsa fætinum hálfpartinn, þá hvílir þyngdin eiginlega meira á beinunum en á vöðvunum, eins og hún gerir þegar maður er td í 0°. Þú ert vonandi að skilja þetta.
Bætt við 20. febrúar 2008 - 21:45 Þegar ég fer að hugsa það þá ættirðu að fá mest út úr þeim gráðum sem eru hvað næst 0° en minnst þegar þú ert kominn upp á tær, þar sem þú ert í raun að setja þyngdina á beinin.