Er hérna andvaka og datt í hug að athuga hvort hugarar hefðu einhver skemmtileg ráð fyrir manneskju eins og mig.

Málið er nú barasta það að ég lennti í því að fá lungnabólgu í desember og á meðan ég var veik missti ég alla matarlyst svona fram að jólum og var ekki alveg orðin hress eftir áramót en vegna þess að ég missti matarlystina þá grenntist ég mjög. Var frekar fljót að ná að fitna upp að vissu marki.

Ég hef nefnilega alltaf verið frekar grönn nema það að síðasta sumar og síðasta haust þá var ég bara orðin frekar svona, eins og ég vildi hafa mig og bara loksins að verða sátt við minn eigin líkama. Og svo kemur lugnabólgan og skemmir allt.
Svo núna finnst mér ég vera ennþá of mjó er ég búin að vera að reyna að fitna og well það er ekkert að ganga :P

Ég er kannski ekki mikið að byggja upp vöðva þar sem ég varð að taka mér frí frá handboltanum vegna álags en mæti á æfingar amk einu sinni í viku..

En já hvert sem ég fer er fólk bara “vertu bara fegin” og “vá þú ert svo mjó” en ég vil ekkert vera svona mjó, mér persónulega finnst þetta ekki flott (ég er samt ekki það mjó að ég sé eins og einhver anorexíusjúklingur, ég er með (frekar fín) brjóst og svona sæmilegan bossa og allt það.. þannig að ég er bara svona eins og einhver Anti-Stelpa sem vill fitna aðeins)

Allstaðar er fólk í megrunarátökum í kringum mig og enginn virðist vita neitt hvað ég eigi að gera.. og jú þið getið svosem sagt “borða meira borða meira” en ég borða nú bara ágætlega en það vill bara ekkert festast utan á mér :P

En já þið hafið kannski engin ráð fyrir mig en það sakar ekki að spurja :P
~bollasúpa