Prótein: Wheey prótein er talið best. Líkaminn er fljótur að nýta það.
Hvenær á að borða: Ef þú ert að pæla í brennslu er vanalega talað um að dreifa kalóríunum frekar jafnt yfir daginn.
Fyrir æfingu: Ekki borða rétt fyrir æfingu. Max nokkrir sopar af drykk og eitt orkubar, banani eða eitthvað svona smotterí. ( Þetta er mikilvægara eftir því sem þú reynir meira á þig því þá á meltingin til að snúa við. ;) )
Svona alvöru mat er best að borða 1,5 til 3 klst fyrir æfingu. Fer allt eftir hve intensíf æfingin er og eða hvað þú þolir. ( Og jú hvort það sem þú varst að borða er fljót melt eða sein melt. )
Það er alger óþarfi að svolgra í sig mikið vatn á æfingum. Ef þú ert að æfa í margar klukkustundir samfellt fer vökvainntaka og næringarinntaka að skipta máli, og þá er vanalega talað um tvo sopa á c.a. 10-15 mín fresti, en þetta er mjög misjafnt. Þú þarft ekkert að pæla í þessu í raun.
Vertu búin að drekka vatn löngu fyrir æfingar. Þá meina ég að það fer best á því að vera búinn að vökva sig og vera vel rakur áður en þú mætir á æfingu. Fínt fyrir þig að vera búin að drekka ca 1 líter af vatni vel fyrir æfingu. Þá verðurðu ekki eins þyrst þegar þú ert að æfa. Hinsvegar þá má vera þar sem þú ert að byrja að þú verðir fyrr þyrst en þegar þú ert kominn í sæmilegt form. Þá er bara málið að missa sig ekki í eitthvað þamb, þá fer þetta bara að gutla maganum á þér og gætir fengið í magan. En svo má vera að þú sért heppin og þolir allt svona vel, og þá finnurðu bara hvað þér þykir virka best.
Eftir æfingu: MIKILVÆGASTI TÍMINN! Ef þér þykir súkkulaði gott þá er þetta tíminn til að borða það. Annars ekki. ;) Kolvetni í fyrsta lagi, þar sem vöðvarnir þurfa að fylla sig aftur að orku, og svo prótein til að gera við vöðva, liði og bein. Það er tímarammi sem varir ca 30 mín til 2 klst, þar sem vöðvarnir eru mjög opnir fyrir næringu, þannig að það sem þú borðar fer mun betur í vöðvana en annars. Þannig að þú vilt nýta þennan tímaramma og borða vel þá svo þú verðir fjót að jafna þig, bæta þig og styrkjast. Tíminn eftir æfingar er ekki tíminn til að vera í megrun. Þetta er tíminn til að taka próteinið sitt, eða gainerinn sinn, eða what ever sem þú ert að nota ( sem er næring … ekki brennslu töflur myndi ég halda, gæti samt vikað vel upp á brennslu, veit það ekki ). Það er líka mjög gott að ná að borða heita máltíð í þessum tímaramma, með öllu duftinu og orkustykkjunum eða hvað þú vilt nota. Þetta er svona eins og lest sem þú vilt ná, og flytur orkuna á rétta staði.
Varðandi þessi efni sem þú varst að linka á, þá vísa ég boltanum á einhvern annan ég þekki þau ekki og það væri ekki ábyrgt af mér að kommenta á þau.
Ég veit ekki hvort þér gagnast þessir punktar sem ég er að láta þig fá, því ég er í raun að gefa þér ráð eins og þú værir íþróttamaður, en hver veit nema að þú getir notað þetta betur síðar þegar þú ert farin að taka á því fyrir alvöru.