Það sem liggur bakvið það að blanda kreatíni við þrúgusykur,dextrósa og þvíumlíkt er það að þegar að þú færð svona mikinn sykur allt í einu þá hækkar blóðsykurinn þinn mjög hratt.
Þetta veldur því að líkaminn fer að seyta insúlíni sem að er hormón sem veldur því að frumurnar reyna að taka til sín glúkósan úr blóðinu til þess að koma aftur jafnvægi á blóðsykurinn og með glúkósanum þá kreatín.
Þetta er grunnur kreatínblanda eins og t.d. phosphagen HP, phosphagen elite og celltech(oft er líka blandað inn einhver önnur efni t.d. vissar amínósýrur í þessar blöndur).
Ég er nokkuð viss og ég tel að það sé almennt haldið fram í heimi fæðubótarefna(rannsóknir sem fyrirtækin koma með segja að þetta virki betur en hreint kreatín). En það er líka auðvitað bara gott að fá sér einföld kolvetni fljótt eftir æfingar því að vöðvafrumurnar eru ólmar í það að fá meiri glýkógen í sig eftir erfiðar æfingar sem klára orkubyrgðir þeirra.
Ég tek sjálfur ekki kreatín, en hef prófað hreint kreatín, blandað kreatín og kreatín ethyl ester. Ég myndi nú frekar mæla með lýsi og omega 3 fiskolíu heldur en kreatíni, ég hef fengið meira úr því heldur en kreatíni svo nenni ég heldur ekki alltaf að vera neyða þetta ofan í mig.
Svo er það líka að kreatínneysla til langra tíma veldur því að líkaminn minnkar sína eigin framleiðslu á kreatíni.
my two cents..