ad hominem á allt eins við um þegar þú ýjar að því trekk í trekk að ég hafi ekki lesið nægilega vel hitt og þetta. (…)
Ég er ekki sammála þér hér. Því þá mætti allt eins kalla það ad hominem að benda þér á rökvillu. Eða að þú sért að mislesa það sem ég hef skrifað.
(…) Ég er bara þreyttur á þeim sem halda að lið-fyrir-lið svörun sé automatískt rökrétt comeback.
Manstu eftir þessu með Straw Man? Svo virðist sem þú sért að tala um það sem ég held hér? Að ég sé einn af ‘þeim’ sem ‘halda að’ og svo framvegis. Eða ertu bara að tala um fólk almennt? Og hvað kæmur það þá málinu við? En ef ég er einn af ‘þeim’ hér sem ‘halda að’ þá ertu aftur að ráðast á fuglahræður ( strawman ).
Ég er að gagnrýna svarið til smurfdude. Það kemur nógu greinilega fram burtséð frá hvaða kommenti frá þér ég klikkaði á svartakkann á.
Ég er ekki sammála því að þetta hafi verið greinilegt. Og að auki á maður því að venjast að fólk klikki á svartakkan á þeim texta sem það ætlar að svara. Þú svarar líka þessu um innkirtlaskjúkdómana, sem var í svarinu sem þú ýttir á svartakkan við, en ekki því sem þú segist nú hafa verið að svara. Þú sérð að minnstakosti að ef þú ætlar að svara svona óbeint, þá verðurðu að gera það skýrt, til þess að fyrirbyggja misskilning. Áttaðu þig á því að flestar rökræður snúast oft bara um misskilning, og eru því í eðli sínu tímasóun, nema fyrir þann lærdóm sem e.t.v. er hægt að draga af þeim.
Það sem kemur líka fram er að þú tekur ekki afstöðu til þess sem voru að mínu mati óvarleg orð,(…)
Af því sem ég sagði hér að ofan, er erfitt að dæma af textanum í hvað ‘nákvæmlega’ þú varst að vitna þarna. Hvaða orð nákvæmlega. Ég held að það væri réttast að þú vitnir bara beint í þessi orð mín, svo ég geti svarað fyrir þau, beint. Og svo má fylgja rökstuðningur fyrir þessum dómi þínum. Nema þú sért að styðjast við smekk þinn á umræðum almennt og því sem er ‘smekklegt’ og ekki eins ‘smekklegt’ að segja. Og þá spyr maður óneitanlega að því hvort þú notir sama smekk til að velja föt, og þú notar til að velja skoðanir á skoðunum. En ef þú hefur rök, þá er það annað mál.
lógísk úrlistun á ástæðum offitu fer eftir sjónarhorni, hvort þú ert að skoða epídemíólógískt eða ætíólógískt (…)
“lógísk úrlistun” … “á ástæðum offitu fer eftir sjónarhorni”? Þú átt líklega við að maður geti horft á offitu frá sjónarhorni lýðheilsu eða erfðafræðinnar. Ekki satt? Og jú, ef þú ert að segja það, þá er það rétt, þú getur litið á málið frá ýmsum sjónarhornum. En hvað segir það okkur? Hvað getum við lært um það sem við horfum á með þessum ólíku sjónarhornum? Sum sjónarhorn sýna okkur ekkert nýtt né markvert. Og útfrá þeirri umræðu sem þessi texti hóf að spinnast tel ég nokkuð ljóst að erfðafræðilegt sjónarhorn segir okkur ekkert nýtt sem gæti haft skýringargildi í þessu samhengi ( viðfangsefni okkar ). Hinsvegar er lýðheilsufarslegt sjónarhorn að sýna okkur kjarna málsins. Enda er það á því sviði þar sem breytingarnar hafa átt sér stað. Erfðamengi mannsins hefur ekkert breyst ( svo mark sé á takandi ) á hálfri öld eða svo. Hinsvegar hafa mjög miklar breytingar átt sér stað ef horft er á lýðheilsuna.
Þannig að þú getur starað á erfðafræðlega hlið málsins, eins og þú getur allt eins starað á vegg, þar hefur ekkert breyst. Hún er meira eins og fasti sem fer best á að taka út fyrir sviga, til þess að einbeita sér að breytunum í dæminu. Svo ég noti nú litla líkingu til að útskýra hvað ég á við.
Spurningin er að horfa á málið frá því sjónarhorni sem gæti mögulega veitt skýringu á viðfangsefninu. Að horfa út frá öðrum sjónarhornum er ekkert rangt, það er bara heimskulegt. Af hverju? Ég vona að hafi skýrt það nægilega vel út.
En til að vera viss þá skal ég útskýra þetta aðeins betur. Tökum einstakling A og B. A er með mjög hefðbundið genamengi, B er með genamengi sem veldur því að hann á auðveldara með að bæta á sig fitu per kalóríu en A. Fyrir u.þ.b. hálfri öld var hvorki A né B hrjáður af offitu. B var e.t.v. örlítið þybbnari en A, en samt alls ekki haldinn offitu. En 50 árum síðar hefur A fitnað, en B er orðinn offitusjúklingur. Og svo kemur spurningin. Hvað hefur breyst? ( Fyrir utan að báðir hafa fitnað og 50 ár hafa liðið. ) Lífsstílssjúkdómar eru ekki kallaðir það bara í gamni. Þeir orsakast af lífsstíl. Það er alðalatriðið.
Ef við tökum B ( eftir 50 árin ) ættum við þá að segja við hann. “Voðalega átt þú bágt að vera svona B týpa. Það er bara vonlaust fyrir þig að létta þig. Aumingja þú.” Sumir gætu vel vilja nálgast málið á þann veg. En græðir B eitthvað á því? Drepst hann ekki alveg jafnt úr offitu hvort sem hann fær vorkunnarræðu eða ekki. Málið er að B var eitt sinn ekki offitusjúklingur, og það þýðir að það að hann sé offitusjúklingur í dag þýðir ekki að hann þurfi að vera það. Og ef B vill ná árangri þá er það versta sem að hægt er að gefa honum klapp á kollinn og segja “aumingja þú”. Feitt fólk er ekkert öðruvísi en aðrir, það þarf hvatningu og græðir ekkert á væli; frekar en neinn annar sem ætlar sér að ná markmiðum. Besta leiðin fyrir B að mistakast að grenna sig, væri að velta sér upp úr að hann sé ‘öðruvísi’ og eigi erfiðara með að ná árangri. Það er aukaatriði, hann getur náð árangri þrátt fyrir það. ( Og taktu eftir B týpan er ekki algeng, ekki einu sinni meðal offitusjúklinga. Þannig að því minni ástæða er til þess að stuðla að því að offitusjúklingar líti fyrir fram á sig sem B týpu, án þess að hafa neinar læknisrannsóknir í höndunum. )
(…) suffice to say að erfðamengi mannsins er í mörgum tilfellum ekki gert til að búa við þær aðstæður sem það gerir.
Ég er sammála því.
Hvort svo sem þú lítur á erfðamengið sem vandamálið eða lífstílinn sem vandamálið, fer eftir nálgnun, (…)
Þetta er auðvitað allt of mikil einföldun, og hefur ekkert upp á sig.
Ef erfðamengið er vandamálið, þá er það líka vandamálið þegar kemur að hungursneið í Afríku. Erfðamengið getur verið “vandamál” á ótal öðrum stöðum ef þú horfir þannig á málið. En það er auðvitað bara vitleysa að horfa þannig á málið, því það hefur ekkert skýringargildi á hinum raunverulega vanda. Við getum með þessum hætti sagt að misjöfnuður kynjanna sé líka erfðafræðilegt vandamál. Og það væri meira að segja ekki beinlínis rangt. Það væri meira bara svona að missa af aðal punktinum. Ok, nóg um þetta.
ég held við séum í grunninn sammála um þessi mál,(…)
Ég verð nú bara að játa að ég hef enn þá ekki hugmynd um hvort þú ert sammála mér eða ekki. En ég vona að þú hafir í.þ.m. óljósa hugmynd um það hvort þú sért sammála mér eða ekki, úr þessu.
nema að ítarlega er með einföldu (ad hominem nauseum ef ég kann eitthvað í latínu
“nema að ítarlega er með einföldu” ??
En varðandi latínuna þá er það auvitað bara eitthvað gamalt dót, og ad hominem er bara kallað það eins og Gunnar væri kallaður Gunni. En svo er líka dót eins og strawman sem er nú barasta ósköp venjuleg enska, og það er auðvitað líka hægt að tala um fuglahræður, en fólk gæti misskilið það og kannski tekið það bókstaflega.
Anymawhos, ég hefði svo sem ekki farið að agnúast út í þetta ef ég hefði ekki að öðru leyti bærilega trú á [notendanafn:VeryMuch] (…)
Og það er e.t.v. líka, af því að ég hef séð notendanafnið Gramantle bregða fyrir á heimspekiáhugamálinu, að ég er soldið strangur við þig. ;)