Sko, lærin munu LÍKLEGA minnka fyrst og svo koma vöðvarnir upp á móti og þá gætu þau stækkað örlítið aftur. En ef þú ert með háa fituprósentu á fótunum munu þau pottþétt enda mun grennri en þau voru. Þannig að bottomline með það er að lærin munu minnka.
Varðandi brennslu þá brennurðu meira eftir því sem þú ferð hraðar ( eyðir meiri orku í hreyfinguna ). Þannig að ef þú hleypur á 15 km/klst þá ertu að brenna miklu meira en ef þú ert kannski að hlaupa á 9 km/klst. En hér erum við bara að tala um heildar magn af kalóríum sem er brennt, ekki hvaðan þær koma, eða að pæla í því hvað skilar þér mestum árangri í að bæta þolið eða gera þig að betri hlaupara.
Málið er að líkaminn notar mismunandi efnaskiptaferla eftir því á hvaða álagi þú ert að hlaupa. Og álagið er venjulega mælt með hjartslætti ( með púlsmæli ). Og til þess að þjálfa mismunandi efnaskiptaferla þar maður að æfa á réttum álagsstigum ( svo kölluðum zones ).
Level 2, eða aerobic zone, ætti að vera 80-90% af öllum æfingum, til að byggja grunn. Og svo er málið að taka hraðari æfingar, til að byggja upp hraða og rífa upp formið.
Sjá:
http://en.wikipedia.org/wiki/Aerobic_exerciseÁstæðan er sú að á level 2 ertu að þjálfa líkaman í nota fitu sem eldsneyti ( nær engöngu … alltaf smá kolvetni notað ). Þegar líkaminn notar fitu sem eldsneyti er hann að stunda skilvirkari bruna, og nýtir súrefnið í loftinu miklu betur. Sem þýðir að þú ert að hlaupa hraðar en ert ekki eins móð, eða ert í rauninni ekkert móð á þessu stigi, andar bara djúpt og mikið. Þegar álagið hækkar ferðu að nýta meira kolvetni til brunans ( kolvetni er einskonar þotueldsneyti ) en það er ekki eins skilvirkur bruni, því þú nýtir súrefnið ekki eins vel. Þú verður móðari og nærð ekki að nýta orkuna eins vel. Mjólkursýrur fara að safnast upp og óþægindi vaxa. Hinsvegar ertu að brenna enn meiri fitu á þessu stigi þó þú sért að brenna hlutfallslega meira af kolvetnum.
Þannig að segjum að á lágu álagsstigi sértu að brenna 95% fitu á móti 5% kolvetni; en þegar þú ert kominn á hærra álagsstig ertu kannski að brenna 50% fitu og 50% kolvetni. En taktu vel eftir, þessi 50% af fitu eru samt fleiri hitaeiningar en þessi 95% á lægra álagsstigi; því þú ert að brenna svo svakalega miklu meiri hitaeiningum.
Annar púnktur, kolvenisbyrgðir eru mjög litlar. Duga í ca 1-1,5 klst; þannig að þegar þú ert búin að ganga lengi á kolvetnisbruna geturðu lent í að klára kolvetnið, þá kemur skyndilegt sykurfall í blóðinu því líkaminn hefur ekki undan að útvega sykur. Þá verður fólk oft fölt, máttlaust og á það til að kasta upp. En þetta er ekkert hættulegt. ;)
Þannig að ég myndi byrja á að hlaupa rólega, þannig að þú sért ekki mjög móð. Og þegar þú ert kominn með soldinn grunn, kannski 3 mánuðir, þá geturðu farið að taka einstaka æfingar á meiri hraða. Þá oft með stuttum hvíldum. Kallast interval þjálfun.
En kynntu þér málið, lestu um hlaup og hlaupa þjálfun á netinu til dæmis.
Og svo er eitt skothelt. Gakktu bara í einhvern skokkklúbb, þá færðu félagsskap og ráðleggingar og svona fast form á æfingarnar.
;)