Þetta eru ekki léleg tæki eða vitlaus. Þú mælir rafflæði í gegnum líkaman og það er breytilegt miðað við magn vökva í líkamanum, ef þú þú mælir þig ekki á sama tíma við sambærilegar aðstæður hefur það að sjálfsögðu áhrif á mælinguna. Ástæðan fyrir því að fólk er að fá furðulegar niðurstöður úr þessum mælingum er vegna þess að það er stundum að mæla sig eftir æfingar, stundum eftir mat og aðra daga þegar það vaknar. Til þess að fá sem besta niðurstöðu er best að mæla sig við sambærilegar aðstæður, til dæmis á morgnanna áður en þú borðar. Hvorki þessar tangir né vigtir sem ganga út á rafflæði gefa mjög nákvæma mælingu á fituhlutfalli, þetta er hins vegar mjög gott upp á að fylgjast með raunverulegum árangri í lengri tíma og heldur manni við efnið. Þess vegna finnst mér vigtirnar raunar flottari, þær geta margar hverjar geymt upplýsingar um þyngd og fituprósentu og sýnt þér árangurinn svart á hvítu. En þú getur vitaskuld skrifað þetta niður hjá þér og búið til megaflotta mynd í Excel eða eitthvað :P