Ef þú ætlar að grenna þig á annað borð er eina leiðin að breyta lífstílnum, þ.e. að gera hreyfingu hluta að þínu daglega lífi. Ef þú gerir þetta skiptir engu máli hvort þú léttist um 1 kíló á viku eða mánuði, á endanum nærðu takmarkinu og heldur því svo við til æviloka. Það ætti að vera takmarkið ekki einhver tímabundinn lausn.
Þessar töflur innihalda kaffín, gúrana (eiginlega kaffín) og gjarnan rauðan pipar. Þau virka að einhverju leiti MEÐ hreyfingu, þ.e.a.s. aðstoða þig við að halda þér gangandi enda eru þetta örvandi lyf. Hins vegar hafa nýlegar rannsóknir bent til þess að fólk ætti að vara sig á þessu vegna þess að þessu er bætt út í svo mörg fæðubótarefni og svo er fólk jafnvel að taka inn pillur í viðbót sem innihalda enn þá meira af þessu. Þetta getur valdið töluverðu álagi á nýrun og lifrina sem þurfa að vinna úr þessum efnum. Ég mæli með varanlegri lífstílsbreytingu í smáum skrefum.
VeryMuch hefur skrifað hérna ágæt svör til annarra um hvernig þetta megi gera m.a. með því að byrja á því að ganga rösklega og smátt og smátt bæta við sig. Mæli með að þú leitir uppi svar hans.