Góða kvöldið.
Ég var að velta því fyrir mér hvort þið gætuð nokkuð lumað á góðum ráðum fyrir mig, ég er neflinlega að fara að byrja að lyfta þrisvar sinnum í viku auk þess sem ég er að æfa frekar líkamlega erfiða íþrótt 5-6 sinnum í viku. Ég er ekki mikill aðdáandi fæðubótaefna og hef hingað til reynt að borða bara þeim mun meira en þegar maður er að hreyfa sig þetta mikið þá skilst mér það sé betra að eiga próteindunk og svoleiðis heima.
Hvernig mynduð þið tækla þetta mál, mig langar helst ekkert að hlaða mig alveg gjörsamlega upp af einhverju dufti en ég er svosem til í prótein.
Er eitthvað prótein betra en annað og eruð þið með einhverjar ráðleggingar?
Og svona til að nota korkinn, hafiði einhverja reynslu af fjölvítamínum eins og þessu ; http://www.fitnesssport.is/index.php?page=shop.product_details&flypage=shop.flypage&product_id=89&category_id=18&option=com_phpshop&Itemid=88
eða þessu ; http://www.eas.is/?item=25&v=item
Bróðir minn vill meina að maður komist ekkert án þess að dæla einhverjum vítamínum á borð við þessi í sig svo ég spyr ykkur, spekingar, er þetta málið ?