Án þess að vera sérfræðingur um lyftur og lyftingar, þá myndi ég halda að þú ættir að taka þér pásu frá réttstöðulyftu, og þeirri lyftu sem þú heldur að sé að gefa þér vöðvabólgu í herðablöðin.
Önnur lausn er að taka MJÖG léttar lyftur, þá meina ég bara ridiculusly easy lyftur og pæla bara í tækni. ( Mér skildst að hálftröllin geri þetta stundum þegar þeir eru að jafna sig … eru þá kannski bara með 10-20 kíló þegar þeir eru vanalega að sveifla 100+ kílóum upp og niður. )
En taktu miðjuna vel fyrir. Þá meina ég maga og neðri bakvöðva. Þessir vöðvar vinna eins og lyftingabelti líkamans. Þannig að ef þú ert með þessa vöðva sterka þá þartu ekki belti nema þegar þú ert að maxa. Og raunar ráðleggja mjög margir lyftingagaurar að nota ekki belti nema þegar maður er að maxa, því annars er hætta á að þessir miðjuvöðvar visni og verði veikir; sem getur einmitt leitt til svona bakverkja eða jafnvel alvarlegri meiðsla.
Þú ert enn mjög ungur og hefur nógan tíma, passaðu þig að flýta þér ekki. Einbeittu þér frekar að því að læra hlutina rétt og vel, og byggja þig vel upp. Svona ‘vandamál’ eins og bakmeiðsli geta elt þig í mörg ár ef þú passar þig ekki. Betra að vera súper sterkur í svona vöðvum sem geta skapað vandamál síðar ( sérstaklega þegar þú ert kominn í miklar þyngdir ) og lenda vonandi aldrei í meiðslum á meðan sumir félagarnir eru kannski að klikka á þessum hlutum af því þeir byggðu grunninn ekki nægilega vel.
Þetta eru bara hugmyndir, en ég er ekki neinn sérfræðingur um lyftingar; er bara vel lesinn í þessu.
Ps. Þegar þú svarar, þarftu að klikka “svara” á því kommenti sem þú ert að svara, því annars fær maður ekki tilkynningu um að þú hafir svarað. ;)