Varðandi skjaldkirtilinn þá eru íslenskir læknar sumir nokkuð eftir á þeirri þróun sem er í þeim geira. Í Bandaríkjunum er miðað við að TSH sé á milli 0,3 - 3.3, en hér er miðað við að þú sért í lagi ef þú ert undir 4,2 í TSH ( ég man ekki neðri mörkin, þau eru svipuð og í USA ). Bandarískir læknar hafa nefnilega verið að þrengja mörkin, vegna þess að þeir sem hafa mælst á jaðrinum enda vanalega bara utan hans smátt og smátt með aldrinum. Þannig að það þykir betra að grípa bara strax inn í. Sjálfur var ég með lækkaða virkni og tek núna skjaldkirtilshormón. Þó ég hafi ekki verið slæmur þá breyttist margt smálegt hjá mér ( en það safnast svo sannarlega saman ). Eins og ég var alltaf frekar fölleitur og þurr í húðinni, efrivörin þynntist, og ég nennti sjaldnar að gera hluti, kom mjög litlu í verk og var frekar svona þreyttur alltaf. En ég var raunar aldrei neitt feitur og æfði alltaf hjól þrátt fyrir þetta. ( Læknunum þótti það raunar rök fyrir því að ég þyrfti ekki neina töflur; að ég gæti hjólað 100km eða meir án þess að deyja á leiðinni. ) En ekki taka lækna of hátíðlega þeir eru rosalega misjafnir. Kynntu þér skjaldkirtilsvandamál á netinu. ( Ps. Hátt TSH þýðir lág framleiðsla á skjaldkirtilshormóni, lágt TSH þýðir mikilframleiðsla. ) Þetta gæti verið málið hjá þér. En ef þú ert innan “eðlilegra” marka ( skv. íslensku viðmiði ) ættirðu samt að geta æft böns því ég var utan eðlilegra marka og æfði slatta, þó ég hafi raunar sveiflast inn og út úr eðlilegum mörkum. Og vera má að þú sveiflist svona líka en hafir bara hitt innan eðlilegra marka fyrir tilviljun. Lág skjaldkirtilsframleiðsla þýðir líka skert hormónastarfsemi og oft fylgir þessu svona “andleg þoka” sem ég fann oft fyrir. Þá á maður erfiðara með að hugsa og einbeita sér ( td þegar ég var að forrita ). Skjaldkirtillinn stjórnar alveg rosalega mörgu og þú ættir því að skoða þetta vel, og stundum vera soldið ákveðin við læknana. En þá þarftu líka vera vel lesin um þetta. ;) Kynntu þér málið.
En svo við kúplum frá skjaldkirtilspælingum. Ef þú vilt í raun léttast ( sem þú getur eins og hver annar ) þá eru þolæfingar númmer eitt tvö og þrjú. Og ef þú átt erfitt með að halda uppi tempói ( en hefur viljan til að ná árangri ) er málið að mæta reglulega og vera lengur að í einu. Ef þú átt erfitt með að hlaupa ( þar sem þú talaðir um að þér þættir þú vera svo stór ) þá verðurðu að ganga 60 mínútur. Eitthvað minna er fínt til að byrja með, og til að byggja upp vanann og regluna, en þegar þú ert í svona lágu álagi þá verðurðu að vinna með aðra þætti ( Frequency og Duration ) tíðni æfinga á viku og hve lengi hver æfing stendur yfir. Byrjaðu rólega, og auktu gönguhraðan í röska göngu og hægðu á þér kannski síðustu 10 mínúturnar. En reyndu að ganga eins hratt og þú þolir. Allt undir 30 mín er bara til að blekkja sjálfa þig með. Þú verður að reyna að vinna þig upp í 60 mín.
Ég er á þeirri skoðun að þegar fólk er að byrja að hreifa sig skipti mestu máli að finna það sem fólki þyki gaman. Gaman er öflugur “kraftur” sem væri heimskulegt að nýta sér ekki. Finndu þá hreifingu sem þú getur helst hugsað þér að stunda og stuðlar að brennslu. Ræktaðu með þér að njóta hreifingarinnar, og fylgstu náið með hugarfarinu; og reyndu að grípa inn í ef þú finnur fyrir leiða eða neikvæðni; það er til dæmis alltaf hægt að breyta til, eða finna nýjar leiðir ef þú ert úti.
Tíðni ( hve oft á viku þú æfir ) er svo hinn meigin þátturinn. Langtíma árangur snýst um lífsstílsbreytingu. Allt annað er í raun kjaftæði. Þannig að þú verður að byggja upp vana, reglu, eins og að bursta tennur eða fara í sturtu. Annars er hætt við stopulum árangri; rosa dugleg eina vikuna, en ert svo löt aðra; og ferð svo á bömmer yfir því að þú sért ekki nógu dugleg, og stundum endar slíkt með því að fólk gefst upp eða tekur sér langa “pásu”. Ræktaðu vanann, vanans vegna. Og á skiptir í raun engu hvað þú gerir á æfinguni, það sem mestu gildir er að þú fórst á æfingu.
Næst þegar þú hefur náð að ræta upp vanann, byggirðu upp tímann sem fer í æfinguna ( duration ). Og hér, á meðan þú þolir ekki mikla áreynslu, munt þú koma til að sjá og sigra. Duration mun vera þínar ær og kýr. Lærðu að elska að finna líkaman vinna, finna veðrið, finna blóðið í æðunum; lærðu að elska hreifingu.
Næsta skref ( eftir 1-3 ár ) er að læra að elska sársauka ( Intensity ). ;) ( En þú skalt ekkert vera að pæla í því núna. Þetta kemur allt af sjálfu sér ef þú nærð Frequency og Duration. )
PS. Þjálfun er oft skipt upp í þessa þrjá þætti; Frequency, Duration, Intensity. Þannig að ég er ekki að grípa þetta úr lausulofti, þetta er back to basics staðreyndir.
Já, og víst ég er búinn að skrifa svona mikið munar ekkert um að bæta smá við. Ég er með tillögu að kjörorðum sem þú ættir að hafa í huga þegar þú tekst á við þetta markmið þitt ( að léttast ). “Engir galdrar.” Bara svona tillaga. ;)
Já, meðan ég man, það er mikilvægt að hafa hlutbundin viðmið, til þess að geta mælt árangur. Hættu því að stara á vigtina. Farðu í mælingu á fituprósentu ( kyngdu bara stoltinu, það er ekkert pláss fyrir það í því sem þú ert að fara að gera ), settu þér svo markmið að lækka fituprósentuna um eitthvað ákveðið á kannski svona 3 mánuðum. Einn mánuður er aðeins of stutt tímabil, 3 mánuðir eru líklegri til að gefa líkamanum tíma til að aðlagast.
Já, og skv Kenneth H. Cooper sem meðal annars hannaði þjálfunarkerfi fyrir Bandarískaherinn og þróaði hið fræga Cooper Test, er hægt að ná topp formið með því að vinna sig upp í að ganga 4 mílur 4 sinnum í viku, og ganga þessar 4 mílur á einni klukkustund ( 1 míla = 1,6 km ). Þú getur sett þér að ná þessu smátt og smátt.
Sjá:
http://en.wikipedia.org/wiki/Kenneth_H._CooperEn Intensity er öflugasta leiðin til þjálfunar, þanngi að þegar þú hefur náð því að ganga 4 mílur, 4 sinnum í viku, og ganga þessar 4 mílur á einni klukkustund, er líklegast réttast fyrir þig að kaupa þér hlaupaskó og ganga í skokkklúbb.
Og NB það er fínt að lyfta með þessu til að hraða árangri þínum. En eitt í einu, byrjaðu að ná upp vananum og Frequency áður en þú ferð að krydda prógrammið með lyftingum.
Gangi þér vel!