ÉG er að reyna losna við aukakílóinn en þrátt fyrir miklar breytingar seinustu þrjá mánuði í mataræði virðist ekkert vera að breytast.

Ég byrja daginn með annaðhvort skyri eða brauðsneið og svo drekk ég venjulega 1/5l - 1l fyrir hádegi.
Í hádeginu fæ ég mér disk af salati, papriku, (stundum gúrku) túnfisk og smá fetaost með. Svo lítið vatnsglas til að skola með.
Svo drekk ég 1/5l -1l eftir hádegi ásamt að fá mér ávöxt eða brauðsneið kl 3 í kaffinu.
Í kvöldmat borða ég mjög mismunandi mat en það er allt frá fajitas með grænmeti og kjúkling
yfir í grjónagraut eða aðra semi-holla rétti.

Þess á milli reyni ég að taka alltaf stigann, drekk ekki gos eða neinn annand drykk heldur en vatn og fæ mér eingöngu sætindi á laugardögum í þá í hófi.

Þrátt fyrir þetta þá hefur þyngdin ekkert breyst og læknirinn segir mér að skjaldkirtillinn sé bara svona eðlilegur en þó örlítið undir eðlilegum mörkum.

Er ég bara þannig manneskja með svo hæga brennslu að ég þarf að æfa 5x í viku til að eiga séns á því að komast í kjörþyngd?
Einhverjar hugmyndir? Hef byrjað að taka metasys til að sjá hvort það hjálpi…en hef verið að pæla hvort ég þurfi að taka hydroxicut til að koma þessu af stað…og einnig pælt hvot ég megi taka það og metasys saman….

help?
cilitra.com