Ég hef verið að glíma við þetta líka og í mun lengri tíma en 2 ár. ;)
Ég þó orðinn nokkuð góður í dag. Ég veit hve ömurlegt það er að liggja andvaka; ég held að það verði erfiðara með aldrinum því þá hefurðu meiri lífsreynslu og meira leiðinlegt til að hugsa um. ;) Það er svo skrítið að allt það ömurlegasta í lífi manns vill hellast yfirmann þegar maður liggur svona andvaka, þannig að ég veit að þetta er algjört hell. En ég vona það bara þín vegna að þú sért ekki kominn með næga lífsreynslu eða bara kominn á það stig að fá svona bömmer með þessu.
Það má summa það sem flestir hafa sagt um þetta mál í eitt orð: REGLA.
Hvað þýðir það? Jú, vakna alltaf á sama tíma. Og… wait for it … LÍKA UM HELGAR. ;) Og trúðu mér, ég veit líka hve sárt það er. En það lagast eftir svona 30 mín, og kannski með einum stórum og sterkum bolla af kaffi. ( Annars held ég að kaffi sé eitt að því sem ég þurfi að venja mig af. )
Annað, að fara í rúmmið á sama tíma. Jafnvel þó þú vitir að þú munir ekki sofna. Ég hugsa dæmið ef ég ætla að gera bjartsýna tilraun til þess að sofa í átta tíma og vakna klukkan 7:00 þá fer ég í rúmmið kl: 22:00. Niðurstaðan verður kannski 5-6 tíma svefn með 2-3 uppvöknunum, en stundum virkar þetta bara skratti vel, næ kannski 7 tímum. Ég nú verð ég syfjaður kl 22:00 af því líkaminn er stilltur inn á að vera syfjaður, þetta gerðist ekki áður. Jafnvel þó að þetta ( að ég verði syfjaður ) þýði ekki endilega að ég sofni. En þetta er allt á réttri leið.
Annað klassískt ráð er að leggja sig ekkert yfir daginn.
Og svo, ekkert örvandi eftir 16:00 eða 17:00. Kaffi er td rosalega lengi virkt í líkamanum, þó menn finni mismikið fyrir því ( búnir að mynda mikið þol fyrir því ).
Svo eitt persónulegt trikk sem ég hef notað. Ég hlusta á AA-radíó þegar ég get ekki sofið. Og til að fyrirbyggja misskilning þá er ég enginn alki, ég held raunar ég sé einhverstaðar hinumegin á sálfræðiskalanum ( ef það væri einhver skali ). Ástæðan fyrir því að ég nota hlusta á AA-radíó er líklegast vegna þess að það er svo til alltaf samskonar efni í gangi, engin tónlist ( sem gagnast lítið þegar maður er að fara að sofa ), og umræðurnar eru oftast á rólegu nótunum, svo er ótrúlegt hve fyndnir margir þessir alkar eru. Þetta er svona góð jarðtenging fyrir svefninn. En hugsanagangurinn fyrir svefninn skiptir miklu máli, og þessi rás hjálpar manni að setja sig inn í svipaðan hugsanagang á hveju kvöldi fyrir svefninn. Málið er að nota öll ráð sem virka, jafnvel þó þau séu pínu kjánaleg.
Ef ekkert er að virka og þér finnst þú sért að verða geðveikur á þessu, er ekkert annað en að tala við lækni og fá svefnlyf. Sjálfur kann ég best við imovan, frekar en stillnackt ( eða hvað þær heita nú ) því þær síðari fara í skapið á mér. Gallinn við svefnlyf eins yndisleg og þau eru fyrir okkur, sem eigum RAUNVERULEGA erfitt með að sofa, er að maður verður pínu svona mjúkur eða syfjaður daginn eftir ( þó maður venjist því og myndi í raun þol fyrir töflunum ). Annað skrítið sem ég fann fyrir var að mér þótti ógurlega notalegt að pæla í stærðfræði og að tefla þegar ég var búinn að taka þessar svefntöflur. Sem kom mér á óvart því ég bjóst við því að verða akkúrrat of sljór til að tefla að einhverju gangni, en nei, það gekk janfnvel bara betur ( spurning hvort afslöppunin hafi hjálpað? ). Annar FEITUR galli á svefnlyfjum sem ég er að borga fyrir núna, er að þú líkaminn venst því að sofa með hjálp lyfja, og þegar þú hættir á þeim sefurðu mun léttar en áður. Svefnlyfin eru ástæðan fyrir því að nú vakna ég miklu oftar á nóttinni eftir að hafa loks náð að sofna ( þó að það sé auðvitað fyrir mestu ná að sofna fyrsta dúrinn, því þá er nætursvefninn kominn í höfn ). Þannig að þú villt ekkert vera að nota svefnlyf nema þegar þú ert kominn á svona “Ég þoli þetta ekki lengur!!!” stig.
Ok, góðar nætur.