Er óhollt að borða fyrir svefninn? Mig vantar góða útskýringu, og helst góð rök, rök sem eru staðfest af sérfræðingum, ef einhver veit af því, þá væri ég glaður að fá að heyra það.
En er hollt að borða fyrir svefninn? Ég borða oft kannski klukkutíma fyrir svefninn, og venjulega er það búst, eða 100% whey protein + kea skyr + banani + mjólk, fordæma læknar svona mataræði fyrir svefninn? Er almennt mjög slæmur hlutur að borða fyrir svefninn? Þeir sem svara, helst koma með slóð á það þar sem viðurkenndur aðili sýnir fram á hvort þetta sé rangt eður ei.