Sæll/sæl

Mig langar ekkert smá í flottan stelpulíkama, rétt eins og allar stelpur right?
nema málið er að ég ÆTLA að fá mér svona líkama og væri kannski til í smá ráð frá ykkur þótt ég sé búin að fræða mig smá á netinu og frá kunningjum.

Staðan er þannig að ég er 14 ára stelpa [15 eftir nokkra mánuði] og 61 kíló, 164 á hæð, ég veit að ég er ekkert að þjást af offitu, er í kjörþyngd en er með þessi fáranlegu og leiðinlegu aukakíló. Ég vil ekkert svona komment ”hvað ertu að hugsa? þú ert með fínan líkama” mímímí og svoleiðis rugl.
Ég veit að ég er með aukakíló og ég ætla að losna mig við þau!

Ég æfi fótbolta, klukkustundar æfingar 3x í viku og skokk í 30 mín 1x í viku & 1x í viku eru hálftíma styktaræfingar fyrir eina æfinguna af þessum þrem.
Ég er í ágætis formi en ég vil brenna meira og losa mig við þessi auka kíló svo ég ákvað að hreyfa mig líka á dögunum sem ég er ekki á fótboltaæfingu, 2-3x sem sagt , í þessum ”aukaæfingum” skokka ég oftast í hálftíma en um daginn tók ég t.d. klst að labba upp og niður tröppurnar heima hjá mér, misjafnt hvað ég geri á þessu ”aukaæfingum” en þá allavega skokka ég 1x í 30 mín, þessi tvö hin eru misjöfn. Svo til að gera aðeins meira tek ég svona 15 - 20 mín á kvöldin [áður en ég fer að sofa] af styrktaræfingum & 10 mín á morgnanna [leið og ég vakna] sem reyna helst á maga og svo smá á bak, hendur, fætur og rass.
Ég vil helst ekki byrja að lyfta en ef þið mælið með því þá er ég til, vil samt fá kvenlegan líkama þ.e.a.s. ekki þessan stælta fitness líkama heldur þennan granna og fína líkama, stefni alls ekki á fitnessið eða bara skinn og bein eins og sumar stelpur eiga það til að verða nú til dags.
Vona að þið séuð að skilja mig hérna?

Ég borða hollt mataræði myndi ég segja, fékk sem sagt hjá eldri systir minni sem hefur góða reynslu af þessu, þ.e.a.s. missti tugi kílóa. Þá er ég að tala um að ég borða ekki nammi og gos, ég borða 6 litlar máltíðir á dag & í hverri máltíð á að vera jafn mikið af kolvetni & prótein, og drekka mikið vatn. Ég borða 2 klst fyrir æfingar og 1 klst eftir æfingar [líkaminn klst. að brenna eftir æfingar].



Þetta geri ég en mér finnst ég sjá alltof lítinn árangur, værir þú til í að ráðleggja mér eitthvað?
Er ég að gera e’ð vitlaust?