Hvaða dæmi er þetta HIIT?
High intensity interval training.
Mjög erfið hlaupaþjálfun sem allir hérna eru að ráðleggja fólki að stunda sem bestu leiðina til að brenna fitu þegar hún er ætluð vel þjálfuðum hlaupurum sem eru að toppa á keppnistímabili.
Snýst um að hlaupa á mismunandi álagi.
Hitar upp kannski 10 mín og svo er tekið til skiptis róleg skokk og hröð hlaup í ákveðinn tíma.
Ef hlaupið væri á 90% hraða í heila mínutu (300-400m) eins og Xio ráðleggur þá þyrfti jafnvel þolíþróttamaður 120-180sek á milli í hvíld en hann ráðleggur aðeins 30sek sem er bara fáránlegt.
Þú getur prófað rólegri interval með kannski 1-2 mínutna álagstímum og 3-5 mínutnar skokki á milli en með mun minni hraðabreytingum.
Interval þjálfun er mun betri en bara langt skokk, sérstaklega ef æfa á þolið. Hjartað þarf að pumpa almennilega ef markmiðið er að bæta hámarks súrefnisupptöku, rétt eins og maður þarf að lyfta þungu ætli maður að styrkja aðra vöðva líkamans.
Einnig er interval þjálfun skemmtilegri, þá hugsar maður yfirleitt bara 1-4 mínutur fram í tímann (að næsta spretti) og hvíldarskokkin líða mjög hratt hjá.