jah, ég held þetta sé mestmegnis útvíkkun á æðunum, frekar en þær springi beinlínis? það er amk. fullt af háræðum þarna sem venjulega sjást varla, en svo ef þú pirrar augað verða þær alltaf sýnilegri og sýnilegri.
Þessi leiðindi geta komið á einn stað útaf þurrki sem veldur smá bólga í hornhimnunni, eða komið útaf pirruðum vöðvum sem stilla af linsuna, hvorutveggja kemur stundum hjá mér þegar ég vaki og spila tölvuspil. Ég nota Oculac augndropagelampúlur, virkar ágætlega gegn þurrkinum. Gegn vöðvaþreytunni er gott að horfa á eitthvað langt í burtu við og við þegar maður er að glápa á skjá eða bók nálægt sér.
Smáatriði eru where it's at í lífvísindunum. Ef það er stærra en hemóglóbín, þá heitir það þegar í höfuðið á einhverjum þjóðverja.