Grunndvallaratriði er að skilja óttan, að sjá greinilega að hann er órökréttur ( ég gef mér að þú sért ekki að keppa í rússneskri rúllettu eða blóðbardaga upp á líf og dauða ).
Kannaðu óttan. Hvað óttastu mest? Hvað er það versta EVER sem gæti gerst? Ok. Farðu á þennan stað í huganum og vertu þar þar til óttinn líður hjá. Málið með ótta, lífræðilegt eðli óttans, er að hann getur ekki enst nema í takmarkaðan tíma. Ímyndaðu þér þetta worst case ever og leyfðu þér bara að vera hrædd, láttu óttan svo hjaðna. Smátt og smátt sérðu að það sem var worst case ever er ekkert svo svakalegt. Þú drepst væntanlega ekki, og þú slastast vonandi ekki lífshættulega eða varanlega. Prufaðu svo að setja þig í spor áhorfenda, hvað mydir þú hugsa ef einhver lenti í “worst case ever”? Væntanlega myndirðu hugsa rosalega var hún óheppin, eða eitthvað á þá leið. Flest fólk er bara ágætis manneskjur inn við beinið og hugsa ekkert mikið öðruvísi en þú sjálf, svona ef maður gefur sér að flest fólk sé í aðalatriðum frekar líkt. Þannig að áttaðu þig á því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem horfa á þig hafa góðan vilja, alveg eins og þú sjálf, ef þú værir áhorfandi.
Enfaldari ráð:
- Treystu þjálfuninnni ( æfingarnar munu skila sér, allur þessi tími getur ekki annað en hafa mótað þig ).
- Það er betra að sviðsetja ekki hlutina í huganum aftur og aftur, löngu áður en kemur að honum. Það er þreytandi, og skapar kvíða.
- Hinsvegar er hægt að hugsa um hve vel allt muni ganga, og hvernig allt muni ganga upp. Hugsaðu eins og sigurvegari ( þú skilur ) ekki eins og sá sem kemur til að tapa. Ef þú hugsar þannig þá muntu sjá til þess að þú tapir, en ef þú hugsar um að vinna ( eða ná markmiðum þínum ) þá ertu hálfnuð í átt að þessu markmiði.
- Ef þú stendur þig að þvi að hugsa neikvætt um keppnina, eitthvað sem gagnast þér ekkert, þá bara “drop it like its hot” ( þannig hugsa ég það alla vegana ;) ). Neikvæðar hugsanir móta þig. Jákvæðar hugsanir móta þig líka ( styrkja þig ). Sá sem hugsar jákvæðar hugsanir er sterkari en sá sem hugsar neikvæðar hugsanir, því sá gefst fyrr upp og sér ekki ljósið á hinum enda ganganna; hinn jákvæði heldur frekar í vonina og seiglast yfir hólinn. Ef þú ert ein af þeim sem heldur að hún sé að plana fyrir það sem gæti farið úrskeiðis svo þú sért undirbúin, þá ráðlegg ég þér að hætta að blekkja þig, þú getur aldrei undirbúið fyir allt, og það er miklu sterkari leikur að rækta hugarfarið svo þú getir improvisað þegar eitthvað kemur upp á ( treystu þjálfuninni ).
Gangi þér vel. :)