Hæ Það er þannig að ég fékk högg á þumalinn og hann er mjög bólginn. Ég var bara að spá hvað hægt væri að gera til að losnast sem fyrst við bólguna. Þarf helst að vera góður fyir næstu helgi.
Ég veit náttúrulega ekki hvernig þetta er hjá þér, en vinkona mín klemmdi sig og læknir stakk á nölgina til að losa hana við þrýstinginn/bólguna. Veit annars ekki.
Ég held að þú ættir að kæla bólgu fyrstu 48klst (Ekki stanslaust auðvitað) annars er ég bólginn undir ilinni og ég get auðvitað ekkert hægt að ganga þannig ég kíkti á lækni (Hélt að ég væri brákaður eða e-ð) og hann sagði að ég gæti ekkert gert nema þá til að lina sársaukann þá bara taka bólgu eyðandi lyf (Fékk mér Íbúfen og það hjálpaði)
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.
Bólgan er bara uppsafnað blóð í puttanum á þær. Þess vegna kælir maður þetta fyrst til að stöðva blæðinguna. Enn svo daginn eftir eða tvemur dögum seinna er gott að setja bólguna í heitt vatn. Td. heitan pott. Þá á bólgan að hjaðna. Ég sneri mig á ökla og var mælt með að ég gerði þetta, svínvirkaði.
Þú ættir að nudda geli sem heitir deep releaf á þetta.. minnir að þetta heiti þetta og ég sé að skrifa það rétt en það er gel með efni úr íbúfeni í og minnkar bólguna mikið. Veit ekki hvort það sé lyfseðilsskylt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..