Þegar ég er búin að hreyfa mig (oftast synda) geri ég oftast nokkrar teygjur:
Halla höfðinu fram og á ská þannig að maður horfi á handakrikann. Stundum þarf að toga hausinn niður þangað til maður finnur teygju. Gera þetta báðu megin (horfa í sitthvorn handakrikann).
Toga aðra hendina eins langt niður og maður getur og toga hausinn í hina áttina í leiðinni. Báðu megin.
Það er líka gott til að losna við spennu í vöðvunum, t.d. þegar maður er í tölvunni, að ýta öxlunum eins hátt og maður getur og spenna eins og maður getur, slaka svo á og reyna að halda því þannig. Mér finnst líka gott að halla höfðinu og breyta oft um stöðu, veit ekki hvort það er rétt, en mér finnst ég slaka á þannig.
Svo er það bara að “velta” höfðinu til (veit ekki hvernig maður á að lýsa þessu, vona að þú skiljir) og “sveifla” höndunum (eins og maður sé í skriðsundi), til að koma á blóðflæði (fyrirgefðu lélegar útskýringar, þú þekkir þetta samt örugglega). Það hjálpar örugglega eitthvað.