Best að borða stórar máltíðir minnst 1,5 klst fyrir æfingu, jafnvel fyrr.
Þú notar líklega kolvetni mest þegar þú ert að taka á því. En þú notar svo prótein til að byggja upp vöðvana ( gera við þá ).
Ef þér finnst þú vera orkulaus er líklegt að þig vanti kolvetni. Best er að borða kolvetni sem losa sykurinn ( glúkósa ) hægt út í blóðið ( eru flókin ). Þ.e. kolvetni með lága “sykurtölu” ( glycemic index ). Þá færðu jafnari orkudreyfingu yfir daginn. Ef þú borðar til dæmis skúkkulaði stykki, rýkur blóðsykurinn upp ( glúkósinn í blóðinu ) og þú færð skyndlegt boost af orku, en svo fellur orkan skyndilega niður þegar insúlínið í blóðinu hefur núllað blóðsykurinn, og þú situr eftir með blóðið fullt af insúlíni ( sem gerir mann mjög slappan og sljóan ). Þetta er kallað skykurfall, og getur líka gerst við áreynslu. Þetta er einmitt það sem gerist þegar menn kasta upp eftir miklar æfingar eða álag langt yfir mjólkursýruþröskuldi í lengri tíma ( í lélegu formi ).
Sem sagt borðaðu máltíð MINNST 1,5 tíma fyrir æfingu. Getur fengið þér eitthvað smotterí, með lága skykurtölu þegar fer að líða nær æfingu, samt bara eitthvað eins og banana eða epli, eða orku bar, þú fattar. Vertu lika búinn að drekka vel, áður en þú mætir á æfinguna ( passlegt að gera það á sama tíma og þú borðar ), ekki rétt fyrir æfingu. Svo er bara að viðhalda vatninu með smá sopum, alls ekkert mikið.
Það getur líka verið að þú sért einfaldlega í lélegu formi. Þá meina ég með lélegt þol. Þá hættir manni að fá skykurfallið sem ég minntist á vegna þess að líkaminn er lélegur í að nýta orkuna og framleiðir meira af mjólkursýrum við minna álag. Þannig að kannski þarftu að taka smá á því á hlaupabrettinu.
Til að komast ‘í form’ sem hraðast virkar best að æfa á háu álagsstigi ( háum púls ) ef þú þolir það. Útkoman er reyndar ótalegt drasl form, en dugar ef þú ert aðallega að lyfta, og þú finnur stóran mun fljótt. Verst fyrsta skiptið, og svo skánar það. 5 killer sessions ( með 3 dagar á milli ) og þú ættir að vera kominn í sæmileg mál.