Sko þegar þú ert alveg nýbyrjaður að hreyfa þig og hefur hingað til ekki gert neitt, þá muntu styrkja þig við að hlaupa og hjóla. Klárlega!
Þegar þú ert kominn í form og ert á reglulegu prógrammi, sérstaklega ef þú ert að taka langar vegalengdir, er líklegt að þú sért hættur að styrkjast af hlaupum og hjólreiðum. Þú getur raunar gert styrktaræfingar hlaupandi eða hjólandi, tildæmis með brekkuæfingum og ef þú ert að hjóla geturðu líka hjólað í hærri gírum ( ekki fyrir byrjendur! ). Styrkingin sem þú færð út úr þolþjálfun þegar þú ert kominn lengra á sér mikið stað í sinum og beinum, og alls kyns svona þáttum sem sjást lítið en þú finnur vel fyrir.
En sem sagt þegar þú ert búinn að æfa í soldinn tíma er fínt að lyfta með þessu. Þá myndi ég leggja mesta áherslu á miðjuna, það er að segja magavöðva og bakvöðva. Og taktu svo fyrir þá vöðva sem koma íþróttinni þinni við, til dæmis fætur. Aðrir vöðvar sem þú munt ekki nota í íþróttinni er fínt að halda við með léttum lyftum sem massa þig ekki upp.
Ef þú ert að pæla í almennt í alhliða heilbrigði þá mæli ég með hlaupum/hjólreiðum plús alhliða lyftingum ( og þá compound lyftingum þegar þú treystir þér í það ( lyftingar með stöngum og handlóðum )). Og ekki gleyma að teyja reglulega, sérstaklega mikilvægt þegar þú ert lengra kominn.
Ps. Hjólreiðar munu styrkja fæturna á þér mun meira en hlaup gera, upp á vöðvana að gera, þar sem æfingin takmarkast við færri vöðva en hlaup. Hlaup notar fleiri vöðva og því dreifist álagið á fleiri vöðva og því verður styrkingin dreifðari.