Já þannig er mál með vexti að ég er nýlega farin að stunda lyftingar. Ég er stelpa á 18 ári og er um 55 kg. Ég er hjá einkaþjálfara sem sullar fyrir mig svona próteinshake eftir æfingar til að þyngja mig, og er að fara að kaupa mér tunnu af þessu próteini (man ekki hvað það heitir)
En í dag þegar ég var á æfingu þá fór hann að tala um að hann vildi setja mig á kreatín til að byggja upp vöðva hraðar. Er sjálf ekkert að flýta mér neitt svaka með það og hefur alveg gengið ágætlega að byggja upp vöðva miðað við hvað ég var mikil spíra.
Ég vildi bara fá ykkar álit um hvort það sé nokkuð sniðugt að byrja svona snemma á kreatíni? Eða hvort ég ætti að fara á það yfirhöfuð? Ég kann ekki alveg á þetta, en þjálfarinn er með það á heilanum að þjálfa mig upp fyrir fitness og eitthvað svoleiðis dæmi. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við því haha..
Með von um góð svör :)