Rannsóknir eru ekki fullyrðingar. Ef það sýnir að það sé rökvilla (stærðfræðileg mistök) í afstæðiskenningu Einsteins þá hefur þú bent á galla í kenningunni. Ef að þúsund rannsóknir gefa niðurstöður sem koma heim og saman við afstæðiskenninguna en ein rannsóknarniðurstaða gefur allt aðrar niðurstöður þá er líklegra að þessi eina rannsókn sé gölluð. Hún afsannar ekki kenninguna. Fjöldi rannsóknarniðurstaðna sem styðja kenningu skiptir því máli. Það er allt annað ef það er formgalli á kenningunni.
Þú getur fabúlerað eins og þú vilt um gallaðar niðurstöður, en það er þegar allt kemur til alls aðeins fabúleringar. Þú verður að sýna fram á að rannsókn sé gölluð eða styðja þessa skoðun þína með rökum. Það er harla ólíklegt að það hafi ekki áður verið búið að hrekja þessa “gölluðu” kenningu fyrir löngu ef hún væri svona gölluð. Þú verður að læra að greina á milli óskhyggju og rökhyggju. Ef að niðurstaða mælinga brýtur í bága við afstæðiskenningu Einsteins þá er sú kenning þar með fallin; að því gefnu að þessar mælingar og framkvæmdin hafi verið fullgild ( það á alltaf við ).
Svo var ég að enda við að segja að EPOC er engin alvöru mælikvarði á fitubrennslu. Auk þess mælist aukin súrefnisupptaka eftir hvaða erfiðisvinnu sem er, ég var ekki að halda öðru fram. Svo stendur í greininni sem þú varst að enda við að vísa í að það eru loftfirrtar æfingar (high intensity, 85% álag, er anaerobic eða loftfirrt æfing) sem eru gagnlegastar, svo skokk er varla við hæfi.
Ég skildi þig sem svo að EPOC væru þín sterkustu rök fyrir því að lyftingar væru besta leiðin í fitubrennslu. Hvaða rök hefurðu þá, víst að EPOC er ekki alvöru?
85% af hágmarkspúlsi er
ekki loftfyrð ( anaerobic ) æfing. Hún er líklega yfir mjólkursýruþröskuldi flestra en hún er ekki anaerobic. Loftfyrrtar æfingar eru á bilinu 30sek til 2 mín. Hinsvegar er sá þröskuldur þegar mjólkursýrur fara að hlaðast upp stundum kallaður AT ( anaerobic threshold ) eða LT ( lactate threshold ). En það gerir æfinguna ekki anaerobic. Í þessu tilviki stóð hún yfir í 30 mínútur, skv greininni.
Eróbísk þjálfun, hlaup/hjól vinnur alltaf, ekki samkvæmt greininni sem þú varst að vísa í, það er verið að tala um loftfirrtar hlaupaæfingar, ekki eróbískar (til dæmis skokk). Það er verið að tala um spretthlaup, eins og 4x4x4 (hlaup og ganga til skiptis, fjórar mín. í senn) o.s.frv.
Þó þú farir yfir mjólkursýru þröskuld hlaupandi eða hjólandi, þýðir það ekki að þú sért hættur að hjóla eða að hlaupa, og sért kominn í allt aðra íþrótt. Það er ekki til nein íþrótt sem kallast “skokk” það er einfaldlega hlaupið á margskonar álagsstigum. Og þegar ég tala um hlaup á ég við hlaup yfir og undir mjólkursýruþröskuldi. Mér þykir þetta bara svo augljóst að ég fer ekki að taka það fram sérstaklega. Ekki fremur en ég færi að tala um lyftingar og svo þunga lyftingar, eins og um tvö fyrirbæri væri að ræða, stundað af ólkíkum íþróttamönnum. Málið er að þú þarft bara ekkert aðfara yfir mjólkursýruþröskuld til að slá lyftingum við í brennslu, það var punkturinn. Það er svo alltaf hægt að krydda með álagsæfingum, og þá erum við auðvitað komni með heildarbruna sem þú getur aldrei náð með lyftingum einum og saman. Og mér sýnist þú nú vera farinn að gleyma því sem þú lagðir upp með að lyftingar séu áhrifaríkari brennsla en hlaup eða hjólreiðar ( sem ég kallaði raunar bara brennslu ).
Þú sagðir upphaflega:
Nei, að lyfta er áhrifaríkara.
Hvar eru rökin fyrir því?!
Bottom line: Ég var ekki að segja að EPOC áhrifin væru það sem skipti máli (það var talað um það í greininni sem þú vísaðir fyrst í), ég sagði að þau væru ekki raunverulegur mælikvarði á fitubrennslu og súrefnisupptaka er gríðarlega breytileg eftir fólki. Til þess að geta fullyrt að skokk sé betra en lyftingar til fitubrennslu þarf rannsókn sem mælir fituprósentu meðal fólks á sambærilegu matarræði sem annað hvort lyftir eða skokkar í lengri tíma. Eina ástæðan fyrir því að ég benti á að EPOC mælist meiri í þeim sem lyfta er vegna þess að í About greininni stóð annað.
Og þú heldur því fram að það sé áhrifarríkara að stunda lyftingar engöngu, til að lækka fituprósentuna? Ég tel mig hafa sýnt fram á að það sé hæpin fullyrðing, með þónokkrum rökum. Þú nærð einfaldlega mun meiri brennslu með hlaupum/hjólreiðum eða sambærilegu. Lyftingar komast ekkert nærri því. Ég hef aldrei sagt að það að lyfta líka sé ekki enn áhrifaríkara. En þú vilt segja að lyftingar einar og sér séu áhrifarríkari til að lækka fituprósentu en hlaup/hjól ( eða sambærilegt ) eitt og sér. Samt er mikill munur á brennslu á milli þessara æfinga. Mér finnst þú þurfa að koma með haldbærari rök fyrir þessari skoðun þinni en að segja bara
Nauts! Glætan! Finndu einhver rök sem styður þína fullyrðingu, í stað þess að heimta alltaf nýjar og nýjar rannsóknir, með nýjum og nýjum skilyrðum. Boltinn er hjá þér.
Svo verður þú að lesa þetta allt saman: However, if someone exercises 5 days/week, over the course of the year EPOC would be calculated as follows: 5 workouts/week x 52 weeks x 100 EPOC calories/ workout totally 26,000 calories or 7 lbs of fat––that’s meaningful! “EPOC er ekki stór þáttur í heildar brennslunni.” - What? Einmitt stór hluti af heildarbrennslunni en kannski ekki mikið hvern dag.
Hehe :)
Pældu nú aðeins í því hve margar kalóríur þú myndir brenna með þessum reikningum ef þú myndir hjóla makindalega í eina klukkustund á dag. Þú gætir líka gengið í skólann, sippað eða bara eitthvað smotterí og þá værirðu kominn í svipaða tölu. Náunginn er í raun bara að segja
margt smátt gerir eitt stórt. Hann var að segja þetta vegna þess að svo margir gera lítið úr þessum EPOC áhrifum. ( Og NB við höfum ekki tekið inn niðurstöður þær sem vitað var í greininni á about.com sem ég benti á, sem virðast benda til þess að þessi áhrif séu enn minni. )