Já, þú étur töfratöflur með namminu meðan þú situr í tölvunni og grennist eins og skot.
Í alvöru, heldurðu að fólk væri ekki löngu búið að gefast upp á þessum megrunum og veseni ef þetta væri svona einfalt.
Ég skal gera þetta einfalt fyrir þig: Þú getur ekki einu sinni ætlað að reyna að grennast ef þú ætlar hvorki að hætta að borða óhollt né hreyfa þig. Ég skil svosem að það viti ekki allir allt um hreyfingu og matarræði, en ég hélt að þetta væri basic sem allir fá með móðurmjólkinni.
Ef þú hefur hvorki metnað í að hætta að borða nammi né fara að hreyfa þig þarftu bara að sætta þig við fituna og svo líklega alla kvillana sem fylgja (t.d. fær fólk sem hreyfir sig lítið mjög oft allskonar bakvandamál)