heyrðu ég var að spöglera..
ég er einhvað voðalega illa farin.
ég er allaf þreytt, alltaf…og oftast þegar ég dreg djúpt inn andann þá brakar í bakinu á mér! o.O
ég meina það getur harla verið eðlilegt. Og svo er þetta þannig, ég er með vöðvabólgu í upphandleggjunum.
ég er aldrei með neina matarlist (hefur reyndar alltaf verið þannig ég gæti auðveldlega kálað sjálfri mér með að éta aldrei því að ég finn ekki fyrir svengdartilfinngu) og borða því ekkert aðsvaðalega mikið en borða þó!
ég er nú ekki viss hvort að ég sé illa haldin svona…ummáls séð.
er 164 cm og 57 kg.
hvorki með þykk né þunn bein og..já..veit ekki alveg hvað ég þyrfti að segja meira.
en já..var svona að spá hvað fólk segir við þessu :/
Bætt við 20. desember 2007 - 23:53
og já eitt annað.
ég var nú með fæðingarblett á hálsinum / öxlinni og það kom líka þetta meðalstóra krabbamein og það var sem betur fer fljótt komist að því og tekið.
en núna er alveg hálft ár eða svo síðan það var tekið og ég er enþá með alveg 1cm flatarmáls ör og líka sko, bleikt og viðkvæmt..
einhvað sem gæti verið, like, alvarlegt?