1) Er best að lyfta þannig að þú takir alltaf pásu daginn eftir. Einhverstaðar heyrði ég það að vöðvannir stækki mest þennan dag á milli sem er hvíldin ?
2) Hvað er best að borða fyrir og eftir ræktina til að stuðla að mestri vöðvabyggingu?
Með von um góð svör. Takk fyrir
Gæti sú staðreynd að þú ert stigahæstur á StarWars áhugamálinu máske haft eitthvað að gera með núverandi stöðu þína í kvennamálum?
Það er held ég ekki rétt, frá minni reynslu veit ég að maður græðir langt mest að taka góða pásu milli æfinga. Segjum að þú sért að taka bekkpressu í lyftingum í 1 mínútu er gott að hvíla í alveg 1 og hálfa eða 2 mínutur eftir það þá græðiru mest, síðan ferðu í næstu æfingu og gerir það sama hvíla jafnmikið og þú tókst á.
En þetta að hvila annan hvern dag eða eitthvað er náttúrulega bara ef þú ert kannski í ræktinni í 4 tíma og reynir rosalega mikið á líkamann þá er kannski gott að hvila annan hvern dag.
Að mínu mati er best að fara í ræktina og lyfta á fullu og ekki taka neitt þvílkar pásur mest 45 sek. Þú ert að borga fyrir að taka á og gerðu það þá allan tíman því of mikil hvíld milli gerir það bara að verkum að þú nennir ekki að gera æfinguna aftur. Það er rétt að ég held að vöðvarnir stækka mest þegar þú hvílir.
Á æfingunni sjálfri er gott að vera með sem minnsta hvíld 30-90 sek, en þetta í sambandi með að hvíla daginn eftir æfingu er mjög gott, þar sem vöðvinn stækkar í hvíld. T.d er mjög gott bara að fara 3x í viku, það er alveg nóg ef æfingin sjálf er erfið.
Best að borða eftir æfingar er að redda þér einföldum sykrum í formi glúkósa (Þrúgusykur) og proteini sem fer hratt út í blóðið (Mysuprotein = Whey protein)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..