Útskýrum þetta svona:
Vatn- er bara vatn. Það eru engin sölt, engar sykrur, engin prótín í vatni. Það er bara vatn.
Ef þú drekkur vatn og bara vatn meðan þú ert að æfa á fullu í marga tíma þá ertu að svitna, þú þarft væntanlega að pissa og ef þú ert búinn að drekka vatn, bara vatn og ekkert nema vatn þá muntu væntanlega pissa út söltum, sykrum og öllu því shitti og ekki fá neitt til baka. Þannig að þú ert að missa mikilvæg efni. Þess vegna er í raun og veru betra að drekka einhverja orkudrykki, safa eða eitthvað sem er með einhverju næringardæmum í sér, því annars ertu bara að láta frá þér drösl sem þú þarft á að halda.
En ég er þá líka að meina kannski frekar í keppnum:P Eða á mjög ströngum æfingum sem eru lengi og krefjast mikils. En það er ekkert sem mælir á móti vatnsneyslu í HÓFI það er ekkert nema gott. en ef þú ert að þamba vatn, meira og meira, þá ertu kominn í óhóf og þá getur ofanreint komið fyrir.
ÞEtta er eins og með allt annað- hinn gullni meðalvegur er bestur. Drekktu eins mikið vatn eins og þú telur þig þurfa, það er ekki þægilegt hvort eð er að vera með fullan maga af vatni