Allavega, undanfarið hef ég verið að fá mikla beinverki, eða ég held að þetta séu beinverkir, fæ rosalegan verk á einhverjum stað sem gerir þann stað bara hálfónothæfan.
Fæ þetta oftast í úlnliðina, puttana eða einhversstaðar á hendinni. Hef samt líka fengið í fæturnar og upp sköflungana.
Ótrúlega óþægilegt, alveg fáranlega.
Veit einhver hvað þetta gæti verið? Eða mögulega hvað ég gæti gert í þessu? Dettur aðeins í hug kalkskortur en ég fæ nú oftast einhverja mjólkurafurð daglega þótt ég drekki ekki eintóma mjólk.
Með fyrirfram þökkum,
Kaea.
Deyr fé, deyja frændur,