Það er ekki hollara í þeim skilningi sem ég legg í orðið. Það hefur þó þann kost að innihalda minna af einföldum kolvetnum sem þýðir að blóðsykur helst í jafnvægi. Helsta ástæðan fyrir því að við fitnum er gnógt sykurs í blóði sem leiðir til þess að líkaminn safnar umframmagni og breytir í fitu til þess að geyma orkuna. Líkaminn þarf helling af kolvetnum en best er að megnið komi úr fæðu sem inniheldur flókinn kolvetni, til dæmis korn, haframjöl, spelti, brún hrísgrjón, hnetur og margt grænmeti.
Hér er endurbættur fæðupýramíði sem útskýrir þetta:
http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/pyramids.html