Ég held að Hreyfing og World class bjóði upp á hálfgerð “helgarnámskeið” svo getur þú farið í Einkaþjálfaranám íþrótta akademíunnar í Keflavík (eins og ég gerði). Það nám kostar 500.000kr og tekur um eitt ár þar sem er farið í næringarfræði, anatomíu, íþrótta-líffræði og skyndihjálp ásamt smotterís sálfræði og lyfjafræði.
En þar er ekki farið nægilega vel í verklega hlutan að mínu mati.
Bætt við 11. nóvember 2007 - 15:29
Svo hugsa ég að flestar stöðvar taki fagnandi fólki sem hefur lokið íþróttafræði á háskólastigi þó það hafi ekki endilega lokið neinu einkaþjálfara námi.