Talaðu við einhvern á líkamsræktarstöð og reyndu að fá prógram bæði fyrir að lyfta og loftháðar æfingar.
Þú þarft ekki endilega að vera að lyfta þungu, bara nóg til að það taki ágætlega á.
Loftháðu æfingarnar, eða cardio-æfingar eru ávallt góðar, bæði fyrir fitubrennslu sem og til að auka þol. Getur verið á hlaupabretti, hlaupahjóli, aerobic eða hver önnur æfing sem reynir á þol og fær hjartað til að slá.
Ef þú vilt stækka vöðva og styrkjast er gott mataræði eitthvað sem þú verður að skoða, því æfingarnar gera nánast ekki neitt einar og sér ef þú borðar ekki næga orku, eins og prótein og kolvetni t.d.. Þarft prótein til að styrkja og stækka vöðva og kolvetni er þín orkulind til að taka á því sem taka þarf á yfir daginn.
Ef þú getur ekki borðað nóg (talað um 5-6 sinnum yfir daginn, þó ekki mjög stóra skammta) þá geturðu skoðað einhvers konar fæðubótaefni, t.d. frá EAS (sem eru mjög góð efni) eða hvaða sem þjálfari mælir með, meðan það eru lögleg efni og samþykkt.
Að teygja eftir æfingar (eins og þú ættir að vita úr boltanum) er virkilega mikilvægt, svo þú stirðnir ekki og verði eins og boltarnir sem þurfa að snúa sér til að líta við. Þar að auki hefur það talist flýta fyrir vöðvastækkun (svo er sagt).
Þetta eru alla vega þau ráð sem ég get gefið þér.
ViceRoy