Þannig er mál með efni að ég vil fara að æfa mig aftur eftir meiðsli (er í fínu lagi með mig núna), og í fyrsta sinn vil ég gera það í líkamsræktarstöð. Ég ætla að taka allan pakkan á þetta, kreatín, matarprogram og lyftingar eins oft og ég græði á.
Ég þarf e-ð program og aðstoð við að komast inn í þetta, vil helst ekki kaupa mér kort í world class fyrr en ég veit hvernig ég stend að því. Hvernig er það, var ekki eitthvað um að maður eigi að geta fengið fría hjálp að búa til program fyrst þegar maður byrjar ef maður er hjá þeim? Heyrði eitthvað um það. Og þarf ég þá að panta fyrirfram?
Finnst heldur leiðinlegt að kaupa kortið og þurfa síðan að bíða eftir að geta fengið program til að byrja, fór að pæla í þessu. :P
Takktakk
Wrought of Flame,