Ertu að tala um vöðva eða fitu?
Ég geri svona ráð fyrir að þú sért kvk, og þá er líklegt að þú sért að tala um fitu.
Það er ekki hægt að minnka fitu staðbundið, þannig að það eina sem virkar er að lækka fituprósentuna. Og ef þú styrkir þig á móti verður rassinn svona lögulegri. Fólk er með mjög persónubundna fitu dreifingu þannig að etv safnarðu fitu fyrst á rass og læri, og þá mun hún líka “klárast” síðast þar ( fitan klárast auðvitað aldrei en þú veist vonandi hvað ég meina ). Allt þetta virkar EKKI eða illa ef þú hefur ekki mataræðið í lagi.
Annars þykir nú ekkert ljótt að hafa smá fitu á rassinum ef þú ert kvk, þú villt ekki fá svona strákarass. ( En þetta er kannski bara minn persónulegi smekkur. )
Ef þú ert nú kk og eða þetta eru vöðvar sem þú vilt losa þig við ( sem ég myndi ekki mæla með ) þá er það aftur brennsla ( og lækkuð kalóríu inntaka ) nema hvað að þú myndir ekki styrkja þig á móti. Ég mæli ekki með því. Rassvöðvar eru með mikilvægari vöðvum líkamans, og þykja svona almennt til prýði frekar enn hitt myndi ég halda.