Jæja kæru hugarar ég bið ykkur um ráð.
Þannig er mál með vexti að síðustu ~mánuði hef ég verið með mjög mikinn hausverk (oft óbærilega mikinn) og flökurleika sem mögulega tengist eitthvað.
Höfuðverkirnir byrjuðu eftir að ég fekk þungt höfuðhögg= heilahristing?. Allavegana ég fór ekki strax í skoðun eftir það, en svo viku seinna þá fór ég í segulskoðun og það var ekkert að heilanum þannig. Læknirinn skrifaði uppá parkodín forte og sagði að heilinn þyrfti að jafna sig eftir höggið. núna nokkrum löngum mánuðum síðan er ég að sálast úr hausverk, fyrir utan uppköstin.
Ég er byrjuð á öðrum skammtinum af parkodin, en það virkar voða takmarkað. Læknirinn virðist vera búinn, en ég verð að fá lausn :s get ekki haldið áfram svona er búin að missa mikið úr skóla og allt bara á niðurleið..
Einhverjar uppástungur hvað þetta sé? Gæti þetta verið mígreni?