Þetta er ekki rétt, Kreatín er ekki efni sem fer bara inn og út úr líkamanum eins og koffín. Kreatín er efni sem líkaminn þarf nauðsynlega, framleiðir þetta sjálfur, en í mun minni mæli. Kreatínið safnast upp og virkar á vöðva yfir þann tíma sem þú notar það, þangað til að líkaminn hættir að nota það að fullu. Þá kemur stopp á kreatínnotkun í 2-3 vikur og byrjar aftur, þá byrjar ferlið aftur.
Þú átt ekki að taka kreatín einu sinni á dag, heldur 2-3,og meira heldur en vanalega þegar notkun er að byrja, kallast pre-load, það flýtir fyrir kreatín uppsöfnun líkamans.
Prótein hins vegar er það sem þú átt að taka eftir æfingu, ÞÁ eru vöðvarnir “svangir” eins og þú orðaðir það svo skemmtilega,og það er próteinið sem vöðvarnir þurfa til að styrkjast og byggja sig upp frá eyðileggingu sem urðu eftir æfingu, því það er akkúrat það sem menn gera á æfingu, brjóta niður vöðvavefi til að byggja þá upp. Kolvetni fyrir æfingu er mjög sniðugt og jafnvel annar skammtur á meðan æfingu stendur til að fá aukið “boost” á og orku á meðan æfingu stendur.
ViceRoy