Tékkaðu á:
http://en.wikipedia.org/wiki/Shin_splintsÞetta er kallað ‘shin splint’ á ensku. Þú þarft líklega að gefa beinum og sinum soldinn tíma til að ná að styrkjast. Þú ert enn að byggja upp grunn, það þýðir að líkaminn á þér er að breytast í hlaupamaskínu. Það tekur soldin tíma fyrir bein og vöðvafestar að taka breytingum. En þú átt eftir að verða mjög sterkur síðar ( þá meina ég ‘sterkt í þér’ ekki massaður eins og fokk - þó að þú fáir auðvitað hlaupavöðvana ).
Ég er auðvitað mjög jákvæður gagnvart hlaupum. Þú finnur það auvitað sjálfur á sjálfum þér hve mikið þú græðir á þessu. Þetta er svona eins og að breitast úr fjölskyldubíl yfir í sportbíl… maður fer smátt og smátt að finna hvernig vélin malar í brjóstinu. - Hafðu ekki áhyggjur þú munt finna þetta ef þú tollir í þessu. ;) ).
Ég myndi taka þér aðeins fleiri frídaga. Það getur tekið 2 daga fyrir þig að jafna þig að fullu eftir erfið hlaup ( hratt hlaup ). Alveg eins og með lyftingar þá styrkistu í hvíld. Þannig að ekki gleyma að hvíla. Þú verður síðan fljótari og fljótari að jafna þig, eftir því sem þú hefur byggt betri grunn.
Langtíma árangur næst með því að hlaupa ekki of hratt, því þá nær líkaminn að jafna sig hraðar og vaxa hraðar, og þú getur æft meira. Svo tekur maður hraða æfingar og langar æfingar til að vinna í þeim þáttum. En á þessum tíma árs er best að taka rólegar æfingar. Bættu svo við vegalendirnar áður en þú ferð að hlaða miklum hraða á grunninn.
Ef maður á að koma með líkingu, þá er þetta soldið eins og að í vaxtarrækt þarf að byggja vöðva áður en maður fer að kutta þá. Eða safna stáli áður en maður fer að brýna það ( ef maður notar hnífa líkinguna ); ef maður hefur ekki nægt stál brotnar eggin bara strax. Hm.. þú fattar vonandi hvað ég á við.