Gott og vel.
Það er kannski óþarfi að fara út í þröskuldapælingar, þar sem þær eru þónokkuð flóknar og það eru fleiri þröskluldar en bara mjólkursýruþröskuldur. ( Raunar eru það uppsafnaðar róteindir sem valda hækkun á mjólkursýru, og það eru róteindirnar sem valda sviðanum sem við tengjum við mjólkursýrur - frekar nýleg uppgvötun ). Það er þröskuldur þegar mjólkursýra byrjar að hækka, og svo er hægt að halda henni stöðugri þó hún sé há, og svo er það þröskuldurinn þar sem meira bætist við af mjólkursýru en skolast burt, þá hækkar hún stöðugt. Þetta ferli getur tekið miklu lengri tíma en 3-4 mínútur. En ókey þetta eru frekar flóknar pælingar og gagnast ekkert sérstaklega hér.
Ég tók mig til og las slatta um HIIT þjálfun. Ég vildi vera viss um að skilja þetta rétt. Þetta er í raun bara gamla góða intervalþjálfunin sem hefur verið notuð mjög lengi. Eina auka skilgreiningin felst í því að hún sé eitthvað exra high intensity. Trúðu mér það er heldur ekkert nýtt.
http://en.wikipedia.org/wiki/Interval_trainingMeira intensity brennir meira af öllu, þar er fita með talin. Þannig að ef menn vilja hlaupa úr sér kúkinn þá mun það virka! Alveg eins og að lyfta 1 RM mun gera þig sterkan hraðar. ;)
Þegar þú segir:
Skokk og þess háttar (hæg þolþjálfun) er mjög léleg og tímafrek aðferð til að brenna. Lyftingar og sprettþjálfun (hröð þrekþjálfun) auka brennsluna miklu meira á skemmri tíma.
Þá er lykilorðið “hæg” þolþjálfun. Málið er bara að ekki öll þolþjálfun er hæg. Reglan er almennt svo að menn hlaupa/hjóla eins hratt og þeir þola, þegar menn keppa í slíku. Lykilatriðið er hve mikið þú þolir.
Mig grunar að allt of margir tengi þolþjálfun við eitthvað sem þeir kalla ‘cardio’. Þar sem menn sitja stilltir og prúðir inni í sínu “fatburning-zone” á enn einu hamstrahjólinu, inni einum af þessum sölum, umkringdir af másandi fólki. “Cardio” er fyrir kellingar. Til hamingju! Ding ding! Merkileg uppgvötvun. ( Hér set ég samasem merki milli cardio og þess að halda sig bara í fitubrenslu zoninu. ) Alvöru þolþjálfun fer fram úti. Og ef þú vilt þjáningar þá eru fáar greinar með lengri hefð fyrir þjáningum en einmitt þolgreinar. Ég var einmitt að lesa grein um “HIIT” þar sem greinahöfundur talaði hetjulega um þörf fyrir ALVÖRU átök og honum þótti þeirri þörf ekki fullnægt á þrekhjóli eða hlaupabretti. Hvað getur maður sagt við svona vitleysu?! Gaurinn hefur augljóslega ekki tekið á því hingað til!
En ef þú spyrð einhvern hvort hann hreyfi sig eða stundi íþróttir, þá mun viðkomandi sjaldan svara: “Jú, ég æfi HIIT.”. Viðkomandi myndi líklega segja að hann æfði hlaup eða hjólreiðar eða eitthvað í þá veru. En sá sem notar HIIT myndi líklega svara: “Ég lyfti.” eða “Ég æfi vaxtarrækt.”. Hvers vegna? Jú, vegna þess að HIIT er tæki til að kutta sig niður. Ekki langtíma lausn til að stunda engöngu.
Varðandi æfingar til lengri tíma. Þá meina ég ár eftir ár, þá held ég að HIIT sé ekki eina málið. Fínt að taka HIIT æfingar í mánuð eða tvo, þrjá ef þú vilt. En lengur… hm… ég mæli ekki með því. En þýðir það þá að menn sem lyfta eða eru að massa sig upp ættu ekki að snerta neitt á hlaupum eða hjólreiðum? Ég held ekki.
Ein hindrunin fyrir því að menn fá ekki almennilega út úr lengri æfingum felst einfaldlega í því að maður þarf að hafa ákveðið grunn þol til að þola langar æfingar á háu tempói. Ef maður stekkur bara beint á brettið eftir að hafa verið að pressa vigtir á við franska smábíla, engöngu, þá hlaupa menn auðvitað fljótt undan sér lappirnar. Þess vegna vikar kannski ágætlega að nota tímann bara eins vel og mögulegt er og pressa bara upp tempóið samanber HIIT æfingarnar. Menn rjúka auðvitað upp í formi á þessu. En menn brenna upp eins og glóandi loftsteinar á leið til jarðar. Þú skellur á jörðinni eftir ca 3 mánuði, jafnvel fyrr ef þú ert hardcore. Svona crash n' burn þjálfun skilar árangri hratt en rústar manni gersamlega ef maður passar sig ekki. Að auki vanrækirhún lofháða þröskuldinn ( ætla ekki að fara langt út í það ) en hann segir í raun hve góðu grunn formi þú ert í. Þessi þröskuldur æfist einmitt með löngum hægum æfingum, og það er ástæðan fyrir því að menn eru eitthvað að vésenast í svoleiðis. Að auki tekur þessi þröskuldur lengstan tíma í að hækka ( og er í raun mikilvægastur upp á þol ) þannig að menn eyða mestu púðri í hann. En það eru ekki þessar æfingar sem menn stunda til að ná hröðum árangri.
Varanlegur árangur þýðir sem sagt að menn þurfa að gefa grunnforminu séns. Og svo er gott mál að taka nokkrar gubbuæfingar inn á milli. Hefbundnast er að stunda interval æfingar ( þar á meðal HIIT æfingar ) rétt fyrir keppnistímabilið, og svo til að toppa rétt fyrir keppnir. Það sem þið eruð í raun að ráðleggja er að stunda svona ‘toppanir’ sem einhverskonar ‘bestu leið til að brenna fitu’ en það er bara rosalega skammsýn lausn. Þetta er líklega einfaldasta leiðin til að fá hjartaáfall ef menn eru ekki búnir að þolþjálfa neitt. Myndi ekki ráðleggja neinum byrjanda að fara beint í HITT til dæmis.
Ok þetta er orðið fokk langt. Bottom line HIIT brennir fullt af fitu, en er bara tímabundin lausn. Það er rosalega auðvelt að brenna upp af HIIT. Góð leið til að gefast upp á öllum æfingum ef menn eru að byrja. Um leið og þú hættir að nota HIIT ferðu bara aftur að fitna. - Þannig að besta leiðin til að brenna kaloríum ( fitu þar á meðal ) er að hlaupa/hjóla alltaf eitthvað( hægt að krydda með HIIT-tímabilum fyrir exrta árangur ). Það er beint samband á milli púlss (HR) og brennslu. Því hærri púls því meiri brennsla. Púlsmælar eru því algert möst ef mönnum er alvara með að vera að brenna. ( Já, og meðan ég man. HIIT þjálfun er líka mun líklegri til að brenna vöðva, en hægari æfingar; þó HIIT brenni fullt af fitu, brennir hún líka hitt draslið, þó LANG mest af kolvetnum ).