Gerðu eitthvað sem þér finnst skemmtilegt… alveg eins og þú segir, þú munt aldrei nota kort í ræktina, og til hvers að eyða þá 50 þús kalli í það? Ef dans er að heilla þín, dansaðu, ef þér finnst gaman að hlaupa, hlauptu, klifur, bardagalistir, pílates. Margt af þessu er hægt að prófa kannski einu sinni eins og bardagalistirnar og það að fara út a hlaupa, það er eitthvað sem þú getur bara gert sjálf. Sumir fá alve þvílíkt út úr því að hlaupa og finnst það æðislegt!
Málið er að þú þarft að finna eitthvað sem þér finnst skemmtilegt svo að það verði hluti af þínum lífsstíl. Eitthvað sem þú endist í. Eitt og eitt námskeið, ein æfing í viku… bleh, nei það virkar ekki þannig. Prufaðu þig áfram þangað til að þú finnur eitthvað sem þú fílar þig í og láttu það svo vera hluti af þínum lífsstíl og vera eitthvað sem þú gerir þér til skemmtunar.