Nú veit ég ekki hvort þú ert að meina að bæta á þig fitu og ekki meir, eða fitu og byggja massa úr því, en ég geri ráð fyrir að þú sért að meina að byggja vöðvamassa líka.
Kolvetni er flokkur lífrænna efnasambanda kolefnis, súrefnis og vetnis, og er því auðvitað alltaf mikilvægur partur af fæðunni, sama hvort þú ert að þyngja þig, halda þér stöðugum eða kötta þig. Mikilvægustu kolvetnin í fæðu eru sterkja
Eins og e-r hérna fyrir ofan sagði, þá er það basicly éta, éta og éta! þá er ég að meina það sem inniheldur mikið af kolvetnum, og sem dæmi má nefna hrísgjrón, brauðmeti, kjöt, kartöflur og pasta.
Svo ef þú ert að leita eftir að byggja á þig stóra vöðva líka, þá er það að lyfta þungt og klára þig (?), en alltaf vera varkár þegar þú ert að lyfta þungt, því það er ekkert víst að líkaminn þinn höndli álagið strax, og hann getur alltaf gefið sig, þannig að ég myndi ekki fara í ræktina núna og taka max. í öllum tækjunum, heldur ákveða ákveðna þyngt í hverju tæki, og bæta þig með mánuði hverjum. Og svo muna að hita líkamann upp áður en þú ferð að taka á því (mikilvægt fyrir slit og þess háttar meiðsli)