Heyrðu ég er 15 ára strákur og er 105 kíló og vel þykkur/feitur og ég þarf aðeins hjálp hérna.
Mataræðið : er ekki gott að hafa fast mataræði t.d. hafragraut/skyr á morgnana, hádegismatur í skólanum (ef það er hollt annars skyr og ávöxtur) og svo þegar ég kem heim úr skólanum um 3 leitið er það brauð fyrir kolvetni og mikið af grænmeti með! og svo kvöldmat ef það er hollt annars skyr,ávextir og grænmeti?
Hreyfing : Mánudagar fer ég á klukkutíma æfingu (handbolta æfingu) og ræktina eftirá, Þriðjudagar vakna ég klukkan 6 fer út að hlaupa í hálftíma fyrir morgunmat,Miðvikudagar er 1 og 1/2 tíma æfing, Fimmtudagar eru 4 íþróttatímar í skólanum og ræktin beint eftir skóla, Föstudagur vakna 6 út að hlaupa í hálftíma fyrir morgunmat og klukkutíma æfing kl 5 um kvöldið, Laugardagar slökunardagur, Sunnudagur æfing 3-4 ræktin og sund og slökun eftir það
En eitt sem ég vill vita ég ætla ná mér í gott form og verða fitt eins og maður segir og vildi spyrja að einu. Er ekki gott að hafa mikla brennslu mikið af magaæfingum og lítið af lyftingum í þessa 4 mánuði ná fyrst öllum aukakílóum af mér og svo eftir það byrja lyfta almennilega? Því ef maður lyftir of mikið þá þyngist maður svo fljótt þannig ætla ná mér niður í 90 kíló og byrja þá að massa mig upp og hafa litla líkamsfitu.
Vill endilega fá eithverja tillaganir með þetta plan ;)
Bætt við 10. október 2007 - 23:23
já og er 188 á hæð og frekar stórbeinóttur þannig ekki allt bara fita ef þið haldið það:P