Já hvíldarpúls getur verið mjög persónubundinn.
Hvíldarpúls er líka ekkert endilega hægt að mæla bara einn tveir og þrír. Þú getur hækkað hann með því að drekka sterkt kaffi, vera nýbúinn að borða, vera búinn að æfa mikið undanfarið, vera stressaður, vera búinn að drekka lítið, og fullt af svona breytum.
Hágmarkspúls er líka oft mjög breytilegur milli fólks, og þal vinnupúls ( æfingarpúlsinn ).
Þolíþróttamenn eru oft á bilinu 30 - 50 slög. Lægstu púlsar eru 28 ( þar á meðal Lance Armstrong ). Það þó þú sért með 30 í hvíldarpúls þýðir þó ALLS ekki að þú getir unnið einhverjar keppnir, en það þýðir að þú sért í formi ( eða með hjartagalla ;) ).
Persónulega fór ég niður í 40 slög í fyrra sumar en var venjulega um 42-43. Best að mæla þetta þegar þú ert nývaknaður eða kominn í góða ró uppí rúmmi áður en þú ferð að sofa. Og bera saman púlsa sem eru mældir við mjög svipaðar aðstæður og á svipuðum tíma dagsins.