Fyrst og fremst, velkominn í heim lyftinganna! ;) ég skal reyna hjálpa þér eins og ég get.
Allavegana, að safna upp góðum massa á líkamann gerist ekki á þokkalegum tíma, heldur tekur það dáldinn tíma.
Mataræðið er numero 1,2,3! það skeður ekki neitt ef þú kemur ekki mataræðinu í góðann gír. Mundu að borða alltaf morgunmat, því það er engin lygi að það sé mikilvægasta máltíð dagsins. Gott er að borða hreint skyr, og ennþá betra er að borða hafragraut, því hafrar eru mjög góðir fyrir meltinguna.
Í hádeginu skaltu borða heita máltíð, helst fisk, eða e-ð álíka próteinríkt, en ef þú hefur engu um það ráðið, þá skaltu bara borða það sem mamma hefur á boðstólnum :).
Jæja, svo í kaffinu er gott að fá sér ávexti, eins og epli og banana og svoleiðis gotterí, en það er líka ekkert óhollt að vera alltaf að japla á ávöxtum.
Kvöldmatinn er gott að fá sér kjúkling. Ef þú færð þér heilann kjúkling, þá skaltu taka skinnið af, því að það er meinóhollt, en sjálfur kjúklingurinn er bara prótein.
Og um kvöldið er gott að borða það sama og þú borðaðir í kaffinu fyrr um dagin.
Mér er sama hvað fólk segjir um kreatín (“Fæðubótaefni skemma líkamann!”), ef þú ætlar að ná að safna miklum massa á sem skemmstum tíma (sem mér sýnist þú vilja), þá er mjög gott að kaupa sér kreatín, til er bæði hreint kreatín, og kreatín með kolvetnum (Fyrir meiri upplýsingar um það tvennt, farðu
“hingað”, og skrollaðu aðeins neðar, þar er svarið mitt)
Og svo að vöðvunum.
Fyrst og fremst, ekki vera þessi gaur sem gerir 500 eða fleiri magaæfingar á dag, það gerir bara ekkert gagn, því maginn tekur ekki við helmingnum af þessum magaæfingum og þolir það einfaldlega ekki. Til að fá sixpack, er nóg að gera svona 100-200 magaæfingar 2-3 sinnum í viku, og svo er það bara mataræðið, það sést ekkert í sixpackið ef þú nærð ekki að halda fituprósentunni niðri.
Því miður þarf ég að drífa mig í tíma, þannig ég get ekki sagt frá æfingum fyrir hina vöðvana sem þú varst að spá í, en ég skal benda þér á
frábæra síðu sem að þú finnur allt sem þú leitar af í sambandi við æfingar á vöðvum.
Gjörðusvovel (Click)Ef það er e-ð sem þér dettur í hug, mátt spurja, ég reyni að svara eins vel og ég get.